27.1.15

NEW IN: BIANCO BOOTS

BIANCO ankle boots

Seinasta haust kíkti ég í nokkrar heimsóknir í Bianco og þá sá ég alltaf þessa gullfallegu öklastígvél. 
Ég hugsaði alltaf að ég myndi bara kippa þeim með mér heim í næstu heimsókn en það varð aldrei
neitt úr því. Í fyrradag sá ég að þeir voru komnir á 70% útsölu og þá var auðvitað ekki aftur snúið!
Ég fór strax í gærmorgun í Kringluna fyrir tíma og keypti mér þá - ekki leiðinleg byrjun á vikunni.
Ég gjörsamlega elska svört öklastígvél og á nokkur þannig en ég átti bara eitt par af háhæluðum svo
þetta var fullkomið tækifæri. Upprunalega voru þeir á 16.990 kr en ég fékk þá á 5.097 kr, það er nú
bara fáranlega gott verð fyrir svona fallega skó sem verða eflaust mikið notaðir.

Ég mæli algjörlega með því að þú kíkir á útsöluna hjá þeim, það var bara eitt par eftir af þessum í
gær svo verið snöggar! Ég gerði líka þau mistök að kíkja á útsöluna í Zöru og þar sá ég svartann
samfesting sem er opinn í bakið - núna get ég ekki hætt að hugsa um hann x


// I scored these Bianco ankle boots on sale the other day, 70% off! I had seen them last year and
was planning on buying them when I just forgot. When I saw that they were on sale I stopped by
before going to class yesterday morning and got them - I will be using these a lot. Then I made the
mistake of going to Zara where I saw the prettiest black backless romper and now I can't stop
thinking about it xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig