26.1.15

YSL FOREVER YOUTH LIBERATOR


Það er ekki svo langt síðan að ég fékk gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist húðumhirðu. Ég er mjög 
heppin með húðtegund, en ég hef aldrei verið með neina vandamálahúð og fæ voðalega sjaldan bólur.
Helsta vandamálið mitt er þurrkur á veturnar eins og hjá svo mörgum. Mér finnst skipta svo miklu
máli að vera dugleg að hreinsa húðina mína vel og áður fyrr fór ég oft að sofa án þess að þvo mér í
framan. Í dag verð ég að hreinsa húðina vel áður en ég fer upp í rúm og ef ég sleppi því (stundum er 
ég bara einum of löt) þá sé ég mun á húðinni minni daginn eftir.

Nýlega fékk ég tækifæri til að prófa hreinsilínu frá YSL sem heitir Forever Youth Liberator. Línan 
er hönnuð fyrir aðeins eldri húð en mína þar sem hún er anti-aging en ég ákvað að prófa hana aðeins
og segja ykkur frá henni. Ég fékk að prófa hreinsifroðuna, andlitsvatnið, serumið og rakakremið úr
línunni og hef ég notað þessa línu á hverju kvöldi seinustu þrjár vikur. Það er kannski ekki langur tími
en ég er mjög ánægð með vörurnar. Ég byrja á því að þvo allan farða af mér, hreinsa svo húðina með
hreinsifroðunni og Clarisonic burstanum mínum, set á mig andlitsvatnið og enda svo á rakakreminu.
Serumið nota ég bara spari eða þegar ég er þurrari en vanalega, enda þarf svona ung húð ekki á því að
halda á hverjum degi. Rakakremið er ótrúlega þykkt og hentar því húð sem er í þurrari kantinum vel.
Ef þú ert að leita þér af hreinsilínu sem er anti-aging (25 ára og eldri) þá hef ég bara góða hluti að
segja um þessa línu frá YSL x


// I recently got the chance to try out the Forever Youth Liberator line from YSL. It is intended for
older skin than mine, since it's anti ageing but I wanted to test it out and tell you about it. I have
been using the cleansing foam, toner, serum and moisturiser for three weeks now and really love
it. I really recommend it if you are looking for a great anti-aging skin care line xVörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig