Afsakið bloggleysið seinustu daga - það er bara fáranlega mikið í gangi hjá mér í augnablikinu og það
verður svona út mánuðinn en þá róast hlutirnir aðeins og ég hef meiri tíma til að blogga. Í gær var ég
að byrja á námskeiði sem er alla helgina, allan daginn og næstu þrjár helgar. Samhliða því er ég svo í
fullu háskólanámi auðvitað svo vonandi fyrirgefið þið mér ef það verður lítið um að vera hérna.
Annars er ég búin að vera með það á heilanum að klippa á mér hárið - ég var svo ákveðin í að safna
síðu fallegu hári en það er aðeins auðveldara sagt en gert þar sem mér finnst ég vera að drukkna í hári
og það er svo rafmagnað alltaf! Ég er síðan búin að liggja á Pinterest og alltaf þegar ég rekst á svona
stíl þá langar mig alltaf meira og meira að klippa mig. Ég ákvað bara um daginn (eftir mjög slæman
hárdag) að panta mér tíma í klippingu og get ég ekki beðið eftir að losna við þennan lubba!
Ef þú vilt fylgjast með mér í lífinu þá er ég með Snapchat hjá mér opið fyrir alla en þú finnur mig
þar undir @alexsandrabernh x
// During Christmas I decided to grow out my hair because I wanted long and beautiful hair but
that's easier said than done! I feel like I am drowning in hair and it is just everywhere. I really
want a similar cut to these above so I just booked an appointment to get my hair cut next month,
I seriously can't wait x
No comments
Post a Comment
xoxo