19.1.15

TODAY'S OUTFIT

VERA MODA sweater     TOPSHOP jeans     LINDEX belt     ASOS shoes (here on sale!)

Halló Mánudagur! Ég var svo heppin að vera í fríi í dag og eftir heila helgi af námskeiði þá var ég 
mjög spennt að fá einn dag í að sofa út og slaka aðeins á. Þó svo að helgin mín var þéttpökkuð þá
skemmti ég mér ótrúlega vel og er orðin vel spennt fyrir sumrinu. Ég eyddi deginum í dag heima við
og hafði það notalegt upp í sófa, lærði aðeins og er núna að elda guðdómlegar ítalskar kjötbollur!

Mig langaði að sýna ykkur dress dagsins þar sem ég klæddist nokkrum nýlegum flíkum en þar
sem veðrið er alltaf jafn yndislegt hérna á Íslandinu þá verður speglamynd að duga. Ég fór aðeins í
Kringluna um daginn til að skoða útsölurnar en fann ekkert spes en ég var svo heppin að rekast á 
þessa gráu peysu í Vero Moda. Ég gjörsamlega elska svona peysur svo ég var ekki lengi að grípa
hana með mér heim ásamt einni svartri líka sem ég mun sýna ykkur bráðlega. Þær voru reyndar
hvorugar á útsölu en ég átti gjafabréf hjá þeim svo þetta slapp. Skórnir eru líka nýjir en ég fékk þá
á útsölunni hjá Asos (fást hérásamt nokkrum fleiri hlutum sem ég sýni ykkur bráðlega!
Þangað til næst, hafið það gott x


// Here is a quick photo of today's outfit! I had the day off and was so excited to get to sleep in and
relax all day. I wore a couple of new things like this grey sweater that I got at Vero Moda the other
day. I also picked up a black sweater that I will show you soon. The shoes are also new but I found
them on Asos (here) and they were on sale, score! Have a great day x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig