12.12.14

HOME: unicorn poster


Ég gjörsamlega elska hvað það er að bætast í flóruna af vefverslunum hérlendis en vefverslunin
Minimal Decor opnaði fyrir nokkrum vikum. Þar er að finna mjög margar fallegar vörur fyrir
heimilið, þar á meðal þessar gullfallegu myndir eftir Guðnýju Hrönn sem kallast Unicorn. Það
eru fjórar myndir í Unicorn línunni og eru þær eftirprent af vatnslitamyndum eftir hana. Mér
finnst vatnslitamyndir svo ótrúlega fallegar svo ég valdi mér mynd nr. 4 og fær hún að standa
á kommóðunni inn í svefnherbergi þar til ég finn ramma utan um hana og finn stað handa henni
frammi í stofu. Ég er allavegana ekki eina rauðhærða á heimilinu eftir að þessi varð mín x

Guðný Hrefna, eigandi Minimal Decor, verður svo með jólamarkað um helgina á KEX 
ásamt fleiri vefverslunum svo ekki missa af því! Er ekki fullkomið að njóta helgarinnar
að skoða fallegar vörur og finna jólagjafir - ég vildi óska þess að ég gæti einmitt gert það
en helgin mín fer í lærdóm, það eru bara tvö próf eftir og jólafrí eftir 5 daga!

// There are so many new Icelandic online stores opening up which is amazing! I got this
pretty watercolour print the other day from a new online store, Minimal Decor. I am so
happy with the print, I just have to find a frame for it and hang it up in the living room.
Now I am not the only redhead at home xVaran sem ég fjallaði um í þessari færslu fékk ég sem gjöf. Skoðanir sem koma fram í færslunni eru
mínar eigin.
SHARE:

2 comments

 1. Hefur þér ekkert dottið í hug að taka fram hvort að vörur þú ert að promota séu gjafir eins og Erna hrund á trendnet gerir td?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hæhæ,

   Jú ég geri það reyndar alltaf þegar ég geri "sponsoraðar" færslur :)
   Ég bara tek ekki að mér rosalega mikið af þannig verkefnum, en í þessari færslu klikkaði ég bara algjörlega á því að taka það fram, takk fyrir að minna mig á það! Góða helgi x

   Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig