Halló halló - ég fékk rosa fallega gjöf frá YSL um daginn sem ég verð að deila með ykkur.
Ég kynntist YSL vörunum í fyrra sumar þegar ég byrjaði að vinna í Fríhöfninni og ég á tvær
vörur frá merkinu sem ég gjörsamlega elska: gullpennann fræga og Babydoll maskarann.
Í pokanum sem ég fékk leyndust fjórar æðislegar vörur og eru þessar vörur vinsælustu
vörurnar frá YSL í augnablikinu.
Í pokanum leyndist auðvitað Babydoll maskarinn en hann er einn besti maskari sem
ég hef prófað. Hann lengir, þéttir og svo helst hann á allan daginn sem er algjör kostur.
Næsta vara var All in One BB Cream í litnum Clear. Ég er vön að nota púður dagsdaglega
en síðan ég fékk þetta krem hef ég algjörlega skipt púðrinu út fyrir kremið. Það er mjög
létt, gefur húðinni fallegan ljóma og helst mjög vel á. Ég hef prófað nokkur BB krem áður
en þetta er ofarlega á listanum og eitthvað sem ég myndi kaupa mér aftur. Næst fékk ég nýja
ilminn frá þeim, Black Opium, sem hefur mikið verið fjallað um á bloggum og því var ég
mjög spennt að prófa hann. Ég verð að viðurkenna að upprunalegi Opium ilmurinn er langt
frá því að vera í uppáhaldi hjá mér en þessi kom mér mjög á óvart. Hann er frekar þungur og
því gæti ég ímyndað mér að nota hann spari frekar en dagsdaglega. Seinasta varan var gloss
og hentaði þessi vara mér því miður ekki þar sem ég get ekki notað gloss (finnst þeir allt of
klístraðir og óþæginlegir) en liturinn á honum er mjög fallegur.
Persónulega finnst mér mun betra að sjá hvernig vörur eru á myndböndum frekar en
myndum og þess vegna ætla ég að deila með ykkur bráðlega myndbandi þar sem ég
sýni ykkur vörurnar betur og hvernig þær líta út á andliti. Ég þarf bara að safna kjarki
og skríða verulega út úr þægindarrammanum mínum en það verður bara gaman að prófa
eitthvað nýtt og ég vona að það sé áhugi fyrir því x
Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn en það hefur þó engin áhrif á skoðanir mínar
né það sem kemur fram í færslunni.
so romantic:)
ReplyDeletePatchwork à Porter