6.11.14

TREND: thigh high boots

MYND FRÁ INSTAGRAM - FINNDU MIG ÞAR UNDIR @alexsandrab.

Það eru nokkur ný trend að koma sterk inn í vetur, t.d. camel litaðar kápur, oversized treflar
og "thigh high" stígvél. Eins og þið sjáið fékk ég mér camel litaða kápu um daginn og er ég
mjög sátt með hana. Ég fann hana á eBay svo ég var frekar stressuð yfir gæðunum en þau 
eru mjög góð. Sýni ykkur hana betur bráðlega. Annars er ég búin að vera með þráhyggju 
yfir "thigh high" stígvélum í nokkrar vikur núna en hef aldrei fundið þau réttu. Í dag var ég
að þrífa íbúðina og fann þessi stígvél grafin inn í fataskáp og þið getið ekki ímyndað ykkur 
hversu ánægð ég var þegar ég sá þau! Ég er örugglega búin að eiga þau í meira en 5 ár og
er svo þakklát fyrir að hafa geymt þau - það versta er að það er ómögulegt að vera berleggja
í þeim um vetur á Íslandi. 

Ég þarf bara að finna mér leið til að klæðast þeim í kuldanum og svo verða þau auðvitað 
geymd ennþá - þetta er einmitt málið, að kaupa sér fáar og vandaðar vörur sem endast í
mörg ár. Þetta voru heldur betur góð kaup fyrir 5 árum x


// I've been obsessing over thigh high boots for a couple of weeks and have been searching
for the perfect ones for a while without finding a pair that I like. Today I was cleaning my
apartment and found these in the back of my closet and you can't imagine how happy I was
when I found them. Love these kinds of classic pieces that you can wear years later, I got
these boots over 5 years ago. How amazing?! xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig