HOME - skenkurinn er úr Besta línunni í Ikea, vasinn úr H&M Home og fuglarnir
eru úr Epal // HOME - the cabinet is from the Besta line at Ikea, the vase is from
H&M Home and the birds are from Epal.
Ég fékk góða gesti eina helgina en þetta er yngsta systir mín Ósk - hún er 4 ára, ákveðin og alveg ótrúlega
fyndin manneskja. Mamma gerði amerískar pönnukökur handa okkur og Bamba // I got some fun visitors
one weekend but this is my youngest sister, Ósk - she is 4 years old, determined and such a fun person.
Our mom made pancakes for us and Bambi.
HOME - önnur mynd heima við, þarna sést í svefnherbergið úr stofunni // HOME - another
picture from our apartment, here you can see the bedroom from the living room.
Fékk að prófa nokkrar vörur frá YSL, þetta merki er orðið eitt af mínum uppáhalds þegar það kemur að
snyrtivörum // Got to try out some products from YSL, this brand is one of my favourite when it comes to
make up.
Eitt sem ég elska og geri oft eru pönnukökur, þegar þær eru ekki amerískar þá geri ég bananapönnsur og set
sýróp yfir þær, ferksa ávexti og möndlur // One thing that I make a lot are pancakes, if they aren't American
then I make banana pancakes with syrup, fresh fruit and almonds.
Fann þessa fínu thigh high boots inn í fataskáp, elska þetta trend fyrir veturinn // Found these thigh high
boots in my closet, love this trend for winter.
Það kannski sést ekki nógu vel á svipnum á mér en þarna er ég mega spennt að borða
matinn minn á Snaps, pönnukökurnar þar eru þær bestu sem ég veit um // You really can't
tell from my face but I am bursting with excitement to eat my food here, Snaps has the
best pancakes in Reykjavík.
Ég eyddi seinustu viku í algjört leti og lærdóm, alveg nauðsynlegt. Ég fékk þessi augnhár frá Modelrock um daginn
og hlakka til að deila með ykkur hvernig mér finnst þau í vikunni // I spent my last week being super lazy and studying
a bit. I got these lashes by Modelrock and will be sharing a post with you on them this week.
Systir mín fékk sér hund um daginn og ég varð að heimsækja þau áður en hún verður of stór, svo sæt
og fluffy // My sister got a dog the other day and I had to visit them before she gets big, she's so cute and
fluffy.
Ein sátt með nýja úlpu fyrir veturinn, ein bestu kaup vetrarins // Super happy with my new winter
jacket.
Ég er búin að vera ansi löt hérna á blogginu seinustu daga, enda er skólinn að klárast og það
þýðir bara eitt - lokaprófin nálgast. Ég er orðin mjög spennt að klára önnina enda fer ég til
Flórída tveimur dögum eftir seinasta prófið og ætla að slaka á þar um jólin. Mig hlakkar til
að blogga þaðan og klæða mig í aðeins léttari föt en ég er vön að gera hér. Ég fékk svo góðar
fréttir í byrjun seinustu viku og spenningurinn fyrir því er alveg í hámarki - hlakka til að segja
ykkur meira bráðlega. Ykkur er alltaf velkomið að fylgja mér á Instagram, en ég er dugleg að
deila myndum af daglega lífinu þar. Þið finnið mig undir @alexsandrab.
Njótið Sunnudagsins ykkar, ég eyði honum í lærdóm fyrir próf en væri svo til í að
liggja í leti x
// I have been super lazy here on the blog for the last couple of days but school is almost
over and that just means one thing - finals! I am so excited to finish this semester and go
to Florida for the holidays. I am so excited to relax there and blog from there as well. I also
got some very exciting news last week and can't wait to share them with you soon. You are
always welcome to follow me on Instagram - find me there under @alexsandrab x
Lovely photo diary! :)
ReplyDeletehttp://lartoffashion.blogspot.com