29.11.14

CRAVING: the carrie heels


Í dag er dagur 41 af verslunarbanninu mínu og ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta en þetta er 
bara nokkuð auðvelt. Það eru ennþá 19 dagar eftir af því og ég get ekki neitað fyrir að vera spennt
fyrir að komast út og versla mér eitthvað fallegt. Ég hef ekki farið til Bandaríkjanna í næstum tvö 
ár, ekki síðan við bjuggum í LA árið 2012 og því bíð ég spennt eftir að komast aftur í uppáhalds
búðirnar mínar þarna úti - H&M, Sephora, Victoria's Secret, Target og Forever 21. Ég ætla svo
auðvitað að panta mér af Asos og senda á húsið okkar og ég er alvarlega að pæla hvort ég eigi
að panta mér þessa gullfallegu skó frá Missguided. Ég elska allt sem er með eitthverju loðnu á
og þessir heilluðu mig strax - þeir eru uppseldir í svörtu en eru ennþá til í nude og þeir gætu 
verið flottir við þennan samfesting sem ég er að pæla í sem jóladressið í ár x

Skórnir fást HÉR hjá Missguided og kosta um 6.000 kr.


// I have such a crush on these heels from Missguided - I love anything that is fluffy so I
am thinking about ordering them when I go to the US next month. I haven't been to the
US in around two years so I am so excited to be reunited with my favourite stores there -
H&M, Sephora, Victoria's Secret, Target and Forever 21. I seriously can't wait x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig