4.12.14

BEAUTY: modelrock lashes

MODELROCK lashes #447W & #318

Ég kíkti í heimsókn til Karinar eiganda nola.is fyrir nokkrum vikum til að skoða úrvalið
hjá henni og kynna mér betur vörurnar sem hún er að selja. Nola.is er æðisleg vefverslun
sem selur meðal annars vörur frá Skyn Iceland, Embryolisse og Anastasia Beverly Hills.
Það er æðislegt að úrvalið á snyrtivörum sé að aukast hér heima og því var ég mjög spennt
að hitta hana og skoða vörurnar sem hún býður upp á. 

Ég heillaðist mjög af augnhárunum sem hún er að selja frá Modelrock. Gerviaugnhár eru
í miklu uppáhaldi hjá mér og það er svo auðvelt að poppa aðeins upp á förðunina með því
að setja á sig augnhár. Persónulega vill ég hafa augnhárin mín frekar náttúruleg og ég fékk
að prófa tvenn augnhár hjá henni. Fyrstu augnhárin eru #447W og henta þau fullkomnlega
að kvöldi til þar sem þau eru löng og þykk, en samt ekki einum of. Næsta par sem ég fékk
var #318 og var ég mjög hrifin af þeim. Þau eru hálf svo að þau límast á ytri helminginn
af auganu - fullkomin til að nota dagsdaglega eða til að bæta aðeins ofan á þegar maður er
að fara eitthvert fínt. Ég er einmitt að fara út um helgina svo þessi verða notuð þá x


// I just recently discovered Modelrock lashes and really love them. They are made with
100% human hair and look so good on. I got two pairs the other day, #447W and #318.
I love fake lashes and usually prefer to keep my make up pretty natural, so these are
perfect if you are looking for that look xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig