taka myndir af íbúðinni okkar. Greinin birtist í morgun á Smartlandi en eftir allt það sem gerðist yfir
helgina ákvað ég ekki að deila því með ykkur hér en ykkur er auðvitað velkomið að kíkja á það ef
þið hafið áhuga.
Ég tók hins vegar mínar eigin myndir af íbúðinni og ákvað að deila þeim með ykkur hér þar sem
það er alltaf mjög mikill áhugi fyrir heimilisfærslum. Í augnablikinu er ég mjög sátt með íbúðina
og finnst ekkert þurfa að bæta við né breyta í augnablikinu. Ég hef aldrei sýnt ykkur baðherbergið
mitt, en það er ekki það fallegasta. Planið er að taka það allt í gegn eftir jól, svo þá mun ég deila
ferlinu og lokaniðurstöðu með ykkur. En hér eru myndirnar sem ég tók, ég ákvað að deila einnig
með ykkur hvaðan flest allir hlutirnir eru x
Ef þið hafið eitthverjar spurningar um íbúðina eða hlutina sem þið sjáið, endilega
skiljið eftir comment og ég svara þeim strax og ég get.
Ég fæ alltaf mjög margar spurningar um sófann okkar, en hann var keyptur í fyrra í Dorma. Hann
var á mjög góðu verði og er mjög þæginlegur. Undir tungunni er geymslupláss sem er algjör snilld
þar sem íbúðin okkar eru bara 66 fermetrar og því lítið gleymslupláss í henni. Undir tungunni geymi
ég auka sængur og kodda fyrir gesti. Sófinn er svo svefnsófi líka sem er fullkomið þegar gestir koma.
Koddarnir í sófanum eru úr Ikea, Ilvu og H&M Home.
Detailin á sófaborðinu. Sófaborðið er frá HAY og fæst í Epal. Á borðinu er ég með "The Fashion
Book" eftir Phaidon sem ég pantaði af Amazon. Vasinn er úr H&M Home og blómið í honum er
úr Ikea, ilmstangirnar fékk ég í Hagkaup og glasamotturnar eru úr Zara Home.
Hliðarborðið á sér langa sögu, en ég fékk það í jólagjöf frá ömmu og afa þegar ég var
örugglega 7-8 ára. Það var viðarlitað en fósturpabbi minn lakkaði það hvítt fyrir nokkrum
árum. Á borðinu er ég með Kartell lampann sem ég fékk frá foreldrum mínum í útskriftargjöf,
fjaðramynd sem ég föndraði sjálf og blóm frá Ikea.
Hér er svo hinn hluti stofunnar. Sjónvarpsskenkurinn er úr Ikea, svo glittir í nokkrar bækur
á hillunni fyrir ofan og Iittala Alto vasann minn sem mér þykir mjög vænt um, en ég fékk hann
í tvítugsafmælisgjöf frá ömmu og afa. Myndin fyrir ofan eldhúsborðið er ný og fékk ég hana
frá Svíþjóð, borðið og stólarnir eru úr Ikea og á borðinu er ég með Kahler Omaggio vasa
og tvo kertastjaka frá Iittala.
Íbúðin okkar er frekar lítil svo þú gengur beint inn í stofuna. Á veggnum við hliðina á innganginum
keypti ég þessa Besta hillu í Ikea um daginn og er ég mjög sátt með hvernig það kom út. Ég nota
hana til að geyma spariglös og snyrtidótið mitt, frekar góð blanda þar. Á hillunni er ég með vasa
úr H&M Home, blóm úr Ikea og fuglarnir eru úr Epal en ég fékk þá í afmælisgjöf frá pabba.
Séð úr stofunni inn í svefnherbergið okkar. Við ákváðum að mála einn vegg gráann þar til að gera
herbergið aðeins hlýlegra og notalegt. Koddarnir eru úr Ikea og teppið á rúminu er úr H&M Home.
Love the decor, exactly my style!
ReplyDeletehttp://jeansandroses.blogspot.com
Thank you Sabina x
DeleteHvar fékkstu sófa borðið ?
ReplyDeleteHæ, ég tek fram undir myndunum hvaðan allt er :)
Deletehæhæ!
ReplyDeleteEkki gætiru sagt mér hvað hvítu blómin í vasanum á sófaborðinu heita ? Mér finnst þau svo rosalega falleg en ég virðist ekki finna þau á ikea heimasíðunni - kannski líkjast þau ekki þínum á ikea síðunni - ég er allavegana búin að skoða allt upp og niður
hæ :) þau heita "hydrangea" - það er mjög langt síðan ég keypti þau, alveg meira en ár síðan svo þau gætu verið hætt í framleiðslu. annars mæli ég með að skoða í ilvu eða bara á ebay x
DeleteHæ veistu hvort sófinn sé en til sölu í Dorma? veistu hvað hann heitir? fynnst hann svo sætur :)
ReplyDeleteHæ :)
DeleteÉg er bara ekki viss, hef ekki farið þangað lengi. Myndi endilega kíkja á vefsíðuna hjá þeim og athuga hvort þú finnur hann þar. Mig minnir að sófinn heitir "Silo" og er svefnsófi x
Nú veit ég ekki hvort þú sjáir komment á svona gamla færslu en ég var að velta því fyrir mér hvaða mottan undir sófaborðinu er? :)
ReplyDeleteÞað fór ekki framhjá mér :) En hún er úr Ikea x
DeleteHvar fékkstu myndina fyrir ofan eldhúsborðið?
ReplyDeleteMan ekki alveg hvaðan ég pantaði mína en mig minnir héðan :)
Deletehttp://www.artilleriet.se/shop/nyheter/2014-guide-to-the-city-of-london/