16.9.14

NEW IN: home edition


Þó svo að það séu rúmir 9 mánuðir síðan við fluttum inn í okkar fyrstu íbúð þá erum við ennþá
að dunda okkur að gera hana persónulega og fína. Þegar við fluttum inn var þessi veggur sem 
er á milli útidyrahurðarinnar og eldússins algjört spurningarmerki og ég vissi ekkert hvað mig
langaði að gera við hann. Ég hugsaði að setja langan spegil þar en svo endaði það með því að
við keyptum þennan spegil og settum hvíta hillu fyrir neðan hann þar sem ég geymdi meðal
annars snyrtidótið mitt (húrra fyrir litlum baðherbergjum). 

Um daginn byrjaði þessi veggur að fara virkilega í taugarnar á mér og fannst mér of mikið dót
þarna. Ég fann svo snilldarlausn á því vandamáli um daginn. Ég var ekki lengi að koma mér í
Ikea að kaupa þessa hillu og setti hana upp í gær og voila! Kemur svo vel út og allt er mikið 
snyrtilegra og fallegra. Mæli með Ikea Bestå línunni fyrir ykkur sem eruð í vandræðum með
pláss eins og ég 


// Even though we moved into our first apartment just over 9 months ago we are still working
on making it personal and pretty. When we moved in I had no idea what to do with this wall
that is between the kitchen and the entry way. I ended up with putting this mirror there and
below it I put a white simple shelf where I stored my make up (hurray for small bathrooms).

The other day I really was craving a change since I found everything to be so boring and
clustered. I went to Ikea and got this Bestå shelf and I love how it turned out, recommend
it if you want to keep things clean and pretty 





SHARE:

3 comments

  1. Ótrúlega fallegt erum einmitt með svona Besta skápa hjá okkur kemur ótrúlega vel út. Finnst líka koma vel út að vera með svona spegil með hvítum ramma fyrir ofan hvar fékkstu þennan spegil? Annað sem mig langaði að spyrja þig um eruði með dúk (renning) yfir Besta skápunum?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það :) Við fengum þennan spegil í Ilvu - en nei við erum ekki með dúk x

      Delete
  2. That looks so nice..!

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig