Ég gleymdi alltaf að deila þessari mynd með ykkur hér á blogginu - ég keypti mér mína fyrstu
"coffee table" bók um daginn á Amazon. Mér finnst svo fallegt að skreyta íbúðina með fallegum
bókum og núna langar mig svo að kaupa mér sófaborð til að hafa þær á en við höfum verið að
nota gamla hillu sem sófaborð síðan við fluttum inn fyrir jólin í fyrra. Ég vona að ég finni mér
fleiri bækur úti í London en efst á óskalistanum er ÞESSI og ÞESSI.
Ég trúi því ekki að það eru bara þrír dagar í London - ég er orðin svo spennt að komast aðeins
í burtu og slaka á eftir prófatímabilið! Ég tek með mér myndavélina og tölvuna svo ég mun
reyna að vera dugleg að sýna ykkur fallegar myndir frá ferðinni en svo verð ég eflaust dugleg
á Instagram - @alexsandrab.
_________________________________________
My latest obsession are coffee table books! I really need to buy a new coffee table so I can
decorate it with some nice books and flowers - got this Chanel book off Amazon last week.
Hvað kostaði allt saman s.s með tollinum :)
ReplyDeletex
er ekki með nákvæma tölu, en minna en 5þúsund allt saman :)
Delete