11.9.20

NEW IN: & OTHER STORIES SWEATERS

Færslan inniheldur auglýsingalinka.

Eitt sem ég sakna svo ótrúlega mikið núna er að komast til New York og taka rölt í eina af mínum
uppáhalds búðum, & Other Stories. Ég hef mikið verslað þar og það sem mér finnst svo dásamlegt
eru gæðin á fötunum, þau endast í fleiri ár og það sést ekki á þeim. Ég sá þessar tvær peysur inn á
netversluninni þeirra í vikunni og ákvað að splæsa í þær fyrir veturinn, ég elska góðar og mjúkar 
oversized peysur við svartar gallabuxur og fallega skó. Peysurnar komu í dag en það tók pakkann
um einn og hálfann sólahring að skila sér til Íslands en pakkarnir eru alltaf mjög fljótir að koma.
Ég elska að & Other Stories senda heim þar sem ég er hætt að fljúga! 

Ég fékk mér þessa ljósbrúnu hnepptu peysu sem er án efa mýksta peysa sem ég hef átt. Ótrúlega
fallega oversized og töff. Hin peysan verður mjög mikið notuð líka en ég á peysu í þessu sama
sniði í nokkrum litum og hef notað mikið seinustu ár. Ég varð því að fá mér svarta líka, klassísk
og einföld 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig