9.1.20

ASOS: ON IT'S WAY

Færslan inniheldur auglýsingalinka en er ekki kostuð.

Halló! Ég hef því miður ekki náð að sinna blogginu að viti seinustu mánuði eins og þið hafið eflaust
tekið eftir en það gefst frekar lítill tími til að setjast niður með tölvuna og skrifa færslur með einn 15
mánaða skæruliða. Ég finn samt sem áður oft mikla þörf fyrir að setjast niður og blogga en ég hef 
notað Instagram mest seinustu mánuði þar sem mér finnst það ótrúlega þægilegur og auðveldur
miðill. Ég fann þessa blogglöngun einmitt í dag og því er ég komin hingað eftir að Frosti er 
sofnaður fyrir nóttina og langaði mig að deila með ykkur þremur flíkum sem eru á leiðinni til
mín frá Asos.

Ég setti mér engin áramótaheit en ég ætla að halda áfram að vanda valið vel þegar kemur að því
að versla, hvort sem það er fatnaður, skór, snyrtivörur eða aðrir hlutir. Mig skortir ekki neitt en
upp á síðkastið hefur mig fundist mig vanta eitthvað að ofan og því langaði mig að bæta 
aðeins við peysurnar mínar þar sem ég losaði mig við helling af þeim úr skápnum mínum fyrir
nokkrum mánuðum síðan. Mér finnst stíllinn minn aðeins vera að breytast og því vildi ég losa
mig við þær flíkur sem ég sá ekki fram á að ég myndi nota mikið og hægt og rólega bæta við mig.
Fyrst er það þessi peysa frá & Other Stories en ég sá hana fyrst um daginn þegar ég var að
skoða Asos í rólegheitunum. Hún er alveg eins og peysa sem ég á frá merkinu nema í þessum
ljósbrúna lit (ég á gráa) og ég hef notað mína svo ótrúlega mikið að ég varð að eignast hana í
þessum fallega lit líka! Ég elska svona tímalausar flíkur sem virka í mörg mörg ár. Næst er það
Nike peysan en hana á ég einmitt líka í öðrum lit sem ég hef notað mikið seinustu ár og fannst
mér því tilvalið að fá mér hana í öðrum lit. Ég nota svona kósýpeysur mikið við uppáhalds
Lululemon buxurnar mínar dagsdaglega þegar ég er heima við og að stússast. Seinasta peysan
sem ég ákvað að fá mér er frá NA-KD og mér finnst svo skemmtilegt að það er hægt að nota
hana hversdags og klæða hana aðeins upp við fínar buxur og hæla 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig