Færslan er unnin í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnson's Baby.
Hæ! Ég er mjög sein hér með fréttirnar en ef þið fylgist með mér og Þórunni á Instagram þá vitið
þið eflaust að við byrjuðum með hlaðvarð núna í byrjun desember sem ber nafnið ÞOKAN. Nafnið
vísar í brjóstaþoku sem er eitthvað sem við vinkonurnar höfum verið að upplifa síðan við áttum
börnin okkar í fyrra. Hlaðvarðið fjallar um það ferli eða allt frá getnaði til dagsins í dag og munum
við fara yfir hluti eins og meðgöngurnar okkar, fæðingarnar, fyrstu dagana, undirbúning, brjóstagjöf
og margt fleira. Við erum svo spenntar fyrir þessu verkefni og mun þátturinn koma út á hverjum
þriðjudegi næstu vikurnar. Við munum einnig fá til okkar nokkra skemmtilega gesti í smá spjall
og erum við svo heppnar að vera með yndislega samstarfsaðila sem hjálpuðu okkar að gera þennan
draum að veruleika.
Samstarfsaðilar Þokunnar eru Better You, Lansinoh og Johnson's Baby en okkur fannst það
svo viðeigandi og fullkomið að fá í lið með okkur vörumerki sem við höfum verið að nota mikið
þetta fyrsta ár sem mæður og getum við heilshugar mælt með vörunum frá þeim enda reynst okkur
mjög vel! Ég hef notað D-vítamín spreyið frá Better You síðan Frosti var nokkra vikna gamall en það
var eina D-Vítamínið sem hann þoldi en hann fékk illt í magann af öllum hinum sem ég prófaði. Ég
hef áður sjálf notað vítamínin frá Better You en þau koma í spreyformi sem mér finnst frábært enda
auðvelt í notkun. Einnig verð ég að minnast á Magnesíum kremið fyrir börn en það nota ég á hverju
einasta kvöldi á tærnar á Frosta og finnst mér það hjálpa honum að slaka á og sofa betur. Lansinoh er
með allt sem við kemur bæði brjósta- og pelagjöf og hef ég notað mikið brjóstapumpuna mína frá
merkinu sem Níels keypti þegar við komum heim af spítalanum ásamt lekahlífum, brjóstakremi og
pelum. Johnson's Baby er merki sem ég er nýlega byrjuð að nota en eftir að Frosti byrjaði í leikskóla
núna í vetur finnst mér vatn ekki oft duga að þrífa honum heldur hef ég gripið í baðsápu og sjampó
frá merkinu. Nýlega voru allar vörurnar þeirra endurhannaðar í takt við breyttar áherslur foreldra og
eru vörurnar nú með færri og hreinni innihaldsefnum. Okkur hlakkar svo til að deila með ykkur
reynsly okkar og upplifun af þessu fyrsta magnaða ári okkar sem mæður ♡
Hægt er að hlusta á ÞOKUNA á Apple Podcasts og Spotify!
No comments
Post a Comment
xoxo