18.5.18

BABY // IT'S A .....

Þessi færsla er ekki kostuð.

Ég var búin að bíða lengi eftir gærdeginum og var dagurinn yndislegur í alla staði - við áttum 
pantaðan tíma í sónar hjá 9 mánuðum og fengum við að vita kynið á barninu okkar. Það fór ekki
á milli mála hvað væri á leiðinni en um leið og hún setti sónartækið á magann minn sáum við að
það væri lítill strákur væntanlegur. Ég gleymi ekki svipnum á Níelsi þegar við föttuðum það en 
alveg síðan að ég varð ólétt hefur okkur báðum grunað að þetta væri strákur en ég var byrjuð að
efast um það seinustu vikur en hann var alveg fastur á sínu. Auðvitað skiptir kynið okkur ekki 
öllu máli en við erum í skýjunum með fréttirnar og verður þetta mjög gaman þar sem ég á bara
fjórar yngri systur og kann því lítið sem ekkert á stráka.

Eftir sónarinn skruppum við í Petit en mig langaði að kaupa fyrstu strákafötin á litla gaur og fundum
við helling af sætu - Níels þurfti að stoppa mig því það var svo mikið sem mig langaði í en það sem
kom með okkur heim var fallegur heilgalli frá Gro Company, skyrta frá einu fallegasta merki sem ég
veit um sem heitir Noa Noa Miniature og er nýtt hjá Petit og buxur frá I Dig Denim - það er til peysa
í stíl sem var ekki til í sömu stærð og buxurnar svo ég þarf að gera mér aðra ferð eftir henni, of sætt
svona sett. Ég gat svo ekki sleppt þessari ljónakringlu sem hefur fengið nafnið Ljónsi en hann er of
sætur. Um kvöldið tilkynntum við svo kynið fyrir fjölskyldu en pabbi minn átti afmæli í gær og 
yngstu systur mínar vildu endilega fá að sprengja blöðru sem við leyfðum þeim að gera. Þetta var
yndislegur dagur og ég get ekki sagt ykkur hversu spennt ég er að fá litla gaurinn í hendurnar 

Það er 15% afsláttur af öllu inn á Petit.is út helgina með kóðanum taka2 í tilefni opnunnar á
nýrri og endurbættri heimasíðu - ég mæli með að nýta hann til að versla eitthvað fallegt. 

Gro Company heilgalli (fæst HÉR)     Noa Noa skyrta (fæst HÉR)     Idigdenim buxur (fæst HÉR)

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig