11.6.17

ASOS WISHLIST // VIKA 23

ASOS ruffle off shoulder dress (HÉR)     BOOHOO floral ruffle dress (HÉR)
MISSGUIDED floral swimsuit (HÉR)     ASOS phantom high heels (HÉR)

Jæja, það er nú löngu kominn tími á nýjann Asos óskalista en ég verð að viðurkenna að ég er 
búin að vera ansi dugleg að panta mér af henni upp á síðkastið en ég kenni sumrinu og góða
veðrinu alfarið um það. Ég næ samt alltaf að finna eitthvað til að setja á óskalistann og er ég
eiginlega að berjast við það að panta mér ekki neitt en við vitum örugglega öll hvernig það
mun enda. Ég er sérstaklega hrifin af hvíta kjólnum en ég get ekki hætt að hugsa um hversu
fallegur hann væri í sumar þegar við förum til Suður Frakklands - fullkominn til að vera í 
þar einmitt. Svörtu hælarnir eru líka mikið að kalla á mig en ég eignaðist svona svipaða um
daginn nema í ljósum lit en það klikkar ekki að eiga þá í svörtu líka - svona skór eru nefnilega
svo klassískir og virka við svo margt!

Í fyrramálið er ég á leiðinni til Toronto á vegum vinnunar og er ég mjög spennt að fá að eyða
deginum þar. Mér finnst borgin æðisleg og svo er ekki leiðinlegt að það eru rúmar 28 gráður 
þar - já takk. Þið getið fylgst með mér á Snapchat undir @alexsandrabernh (ekki gleyma auka
s-inu) 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig