14.3.17

NEW IN: LINDEX ROBE

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Lindex // Sloppinn fékk ég sem gjöf.

Halló - í augnablikinu er ég stödd í Washington DC og er að hafa það mega gott. Ég er hér í tvær
nætur og stundum finnst mér ekkert betra en að slaka á ein inn á hótelherbergi og setja á mig maska
og detta inn í ansi marga þætti af Shameless. Það er einmitt það sem ég er búin að vera að gera síðan
ég kom en mig langaði að sýna ykkur eitt sem ég bætti í fataskápinn í seinustu viku og hef varla farið
úr. Það fer eflaust ekki framhjá neinum sem fylgist með mér á Snapchat (ég er þar undir nafninu
@alexsandrabernh - ekki gleyma auka s-inu) að ég elska sloppa - ég er eiginlega alltaf í slopp og 
því kemur það eflaust engum á óvart að ég kolféll fyrir þessum um leið og ég sá hann. 

Það var mjög gott úrval af sloppum í Lindex en ég fékk minn í Smáralindinni - hann var líka á mjög
góðu verði og kostaði hann 6.995 krónur. Ég fékk mér líka nokkra toppa og gullfallega samfellu sem
ég ætla að sýna ykkur bráðlega. Nú ætla ég að halda áfram að hafa það notalegt - þangað til næst 

LINDEX sloppur - fæst bæði í Kringlunni og Smáralind - 6.995 ISK.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig