10.11.16

ORIGINS Á ÍSLANDI

 Þessi færsla er unnin í samstarfi við Origins á Íslandi // Vörurnar fékk ég sem gjöf.

Jæja, þá er ég loksins að fá tækifæri til að setjast niður og segja ykkur frá öðru æðislegu merki sem 
var að komast til landsins í seinustu viku. Það er búið að vera svo mikið um að vera og eru nokkur
ný merki komin í sölu hérlendis sem er æðislegt - eitt af þeim er merkið Origins en ég var svo yfir
mig ánægð þegar ég frétti að það var á leiðinni til landsins. Ég er búin að vera að nota vörur frá
merkinu síðan ég kynntist því fyrst almennilega seinasta sumar í fjölmörgu heimsóknum mínum í
Sephora - þar kynntist ég uppáhalds vörunni minni frá merkinu en það er Drink Up maskinn sem 
er það besta sem ég veit um fyrir þurra húð (þið þurfið að eignast hann, helst í gær bara). 

Um daginn fór ég í æðislegt boð þar sem við fengum að skoða vörurnar frá merkinu og pota aðeins
í þær og guð, mig langar núna í gjörsamlega allt! Ég er með svo mikið æði fyrir húð- og dekurvörum
og þær vörur sem ég hef prófað frá Origins eru svo ótrúlega góðar - ég er þess vegna svo ánægð að
geta nálgast þessar vörur hér heima og er ég strax komið með smá óskalista yfir vörur sem ég þarf
að eignast. Að sjálfsögðu vorum við svo leystar út með gjafapoka en hér að ofan eru þær vörur sem
leyndust í pokanum mínum. Ég er aðeins búin að vera að prófa þær og er ég strax ekkert smá hrifin
af þeim - A Perfect World hreinsirinn er yndislegur og langar mig liggur við að borða hann þar sem
lyktin af honum er svo góð. Hann hreinsar vel öll óhreinindi af húðinni og inniheldur andoxunarefni
og hvítt te. Ég fékk líka krem úr sömu línu sem ég á eftir að prófa en hin varan sem ég var líka búin
að prófa er By All Greens - þetta er ekkert smá skemmtileg og góð vara en þetta er djúphreinsandi
maski. Hann freyðir á andlitinu og hreinsar húðina ótrúlega vel, mér finnst mjög gott að nota hann
einu sinni í viku til að hreinsa húðina extra vel og dekstra aðeins við hana. 

Origins er komið í sölu í Lyf og Heilsu Kringlunni og líka í Hagkaup Smáralind. Ég mæli með
að kíkja á úrvalið og prófa nokkrar vörur, þú verður sko ekki fyrir vonbrigðum 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig