22.11.16

24

RIVER ISLAND peysukjóll (HÉR)

Halló - ef þið eruð að fylgjast með mér á helstu samfélagsmiðlum þá vitið þið að ég átti afmæli í gær 
og varð 24 ára. Ég ákvað að taka mér smá pásu frá blogginu í tilefni dagsins en ég var ekki með nein
plön. Þar sem það var mánudagur og allir að vinna þá ætlaði ég bara að eyða deginum heima í kósý
og hafa svo smá kökur ef einhver myndi kíkja á mig seinnipartinn. Dagurinn varð aðeins öðruvísi en
ég bjóst við en mamma vakti mig í hádeginu og sagði mér að pakka niður í tösku - hún kom mér á
óvart og bauð mér í spa á Hótel Natura þar sem ég fór í heilnudd og svo kíktum við aðeins í pottinn
og slökuðum vel á. Það var ekkert smá æðislegt að fá svona dekur en eftir það fengum við okkur smá
að borða á Satt áður en við fórum heim til mín þar sem nokkrir fjölskyldumeðlimir kíktu við. Seinna
um kvöldið bauð Níels mér svo út að borða á Fiskmarkaðinum sem var fullkominn endir á æðislegum
degi - það er svo gott að eiga svona frábært fólk í kringum sig sem gera svona daga ógleymanlega.

Þar sem ég átti afmæli þá langaði mig að sjálfsögðu að vera smá fín þannig að ég var í nýja 
peysukjólnum mínum sem ég pantaði mér af Asos (fæst HÉR) og ég er alveg í skýjunum með
hann. Hann er svo fallegur og mikilvægast af öllu, þægilegur! Nú ætla ég að rífa mig á fætur og
fara að mála eldhúsgluggann minn - ég er að taka alla gluggana í gegn fyrir jólin og ætla að kaupa
nýjar gardínur líka, hversu fullorðins? Þangað til næst 


Hello - if you are following me on social media you might have noticed that yesterday was my
24th birthday. I decided to take a little break from the blog and had the most amazing day - my 
mom surprised me and invited me to the spa where I had a massage and relaxed in the hot tub
with her. We then had a quick bite to eat before going to my place where some family members
came over and we had some cake. Later that night Níels took me out to eat to a place called
Fiskmarkaðurinn or The Fish Market here in Reykjavík and it was the perfect end to the perfect
day. 

Since it was my birthday I wanted to dress up so I wore my new sweater dress that I ordered off
Asos (buy it HERE) and I absolutely love it. It is so pretty and comfortable! Now I am going to 
get my ass out of bed and paint our kitchen window - after I painted the windows in our new 
bedroom I noticed that the other ones needed to be painted so I am going to do all of the windows
before Christmas and I am also going to buy new curtains. How grown up am I? Until the next
time 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig