7.9.16

NEW IN: VILA WRAP DRESS

Kjólinn keypti ég mér sjálf.

Hversu fallegur er nýji kjóllinn minn?! Ég er gjörsamlega ástfangin af honum en ég keypti mér hann
í Vila um daginn - ég er að fara í veislu núna um helgina og var lengi búin að vera að leita mér að kjól
til að vera í en fann aldrei neinn sem mig langaði í. Í seinustu viku sá ég svo þennan og ég var ekki 
lengi að koma mér í Vila til að kaupa hann. Hann er fullkominn að mínu mati - hann er þægilegur,
léttur og svo elska ég litinn. Ég hafði hugsað mér að vera í honum yfir blúndutopp eins og hér fyrir
ofan og við svarta hæla. Hann er líka til í fallegum ljósbleikum lit og kostar hann 8.990 kr 

Annars verð ég að afsaka hversu lítið ég er búin að blogga núna upp á síðkastið - ég á bara smá
erfitt með að finna tíma eða innblástur til að blogga og taka myndir þar sem ég er búin að vera að
vinna rosa mikið. Nú er ég komin í vikufrí og vonandi kemur innblástrinn - ég er búin að vera
mjög dugleg heima við þegar kemur að hausthreingerningu og ætla ég að eyða næstum dögum í
að klára það og byrja á að færa okkur um herbergi. Þó svo ég ég sé ekki oft hér þá er ég alltaf
dugleg á Snapchat og set ég alltaf eitthvað þar inn daglega - @alexsandrabernh.


How beautiful is my new dress?! I am so in love with it but I found it at Vila last week - I am
going to a party on Saturday and had been searching for something to wear for a while but I
could never find anything I liked.. until now! I love the navy colour, the texture and the fit of
it - so comfortable and a little bit sexy at the same time. I am planning on wearing it with a
lace bra and some black heels - yes 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig