26.6.16

YESTERDAY'S


Guð minn almáttugur hvað gærdagurinn var æðislegur en ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá Háskóla Íslands og er því orðin ennþá meiri fullorðins núna (halló ég er ekki tilbúin að vera
svona fullorðin)! Eftir athöfnina gerði ég annan fullorðins hlut en það var að kjósa og svo var
brunað heim til pabba þar sem ég fagnaði með fjölskyldunni minni - við sátum að spjalla og
borða yndislegan mat langt fram á kvöld og var dagurinn fullkominn! 

Kjóllinn minn er frá danska merkinu Ganni sem var viðeigandi en ég komst að því í seinustu
viku að ég komst inn í meistaranám við Copenhagen Business School - ef þið hafið fylgst með
mér þá vitið þið að ég elska Stokkhólm og stefndi á meistaranám þar en þegar ég frétti að ég hafi
komist inn í skólann í Köben þá varð ég svo spennt og ákvað að fara þangað frekar. Ég eyddi sex
sumrum í Köben þegar ég var yngri og hlakka mikið til að fara - það er þó ekki fyrr en næsta haust
en þangað til ætla ég að vera í skemmtilegustu vinnunni hjá Icelandair og æfa mig í dönskunni. 
Ég sýni ykkur kjólinn betur í vikunni - þangað til næst, hej hej 


Yesterday was such a wonderful day but I graduated from the University of Iceland with a BS
degree in Business Administration - hello grown up! I had a little party at my dad's house and
had my closest family members over and the night was perfect - couldn't have wished for a more
perfect way to celebrate, it was the perfect day!

My dress is from the Danish brand Ganni which was appropriate since I found out last week 
that I god accepted at Copenhagen Business School - if you have been following me you know
that I love Stockholm and was planning on getting my masters degree there but when I found 
out that I got accepted in Copenhagen I got so excited and wanted to go there. We won't go until
next fall but I can't wait - until then I am going to be working at Icelandair and practicing my
Danish. I will show you my dress better this week - until the next time, hej hej 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig