27.6.16

THE DRESS


Þegar maður á svona fallegan kjól þá verðskuldar hann sína eigin færslu - ég var í þvílíku veseni með
að finna útskriftarkjól en um leið og ég sá þennan kjól frá danska merkinu Ganni á blogginu hjá henni
Eirin Kristiansen þá vissi ég að þetta var kjóllinn minn! Ég var ekki lengi að fara inn á Ganni síðuna 
en þá var hann auðvitað ekki til í minni stærð, hversu týpískt? Ég dó ekki ráðalaus og ég endaði á því
að senda öllum Ganni verslunum í Danmörku tölvupóst og spurðist fyrir hvort þær ættu kjólinn til í
minni stærð - ég var svo ánægð þegar Ganni verslunin í Odense sendi mér að þau ættu hann til og að
þau gætu sent hann heim til systur minnar sem býr í Danmörku. Hann kom svo nokkrum dögum fyrir
útskrift og vá, hann smellpassaði og er ekkert smá fallegur! Ég elska líka hvað hann er einfaldur en
ermarnar á honum gera hann svo skemmtilegan - ég elska líka að ég get notað hann áfram bæði
hversdags við hvíta strigaskó og við fínni tilefni. Heldur betur góð (en flókin) kaup 

Nú ætla ég að koma mér heim til mömmu með haug af nammi og horfa á leikinn - ég er búin
að vera svo stressuð fyrir honum alla helgina og ég veit sko gjörsamlega ekkert um fótbolta.
ÁFRAM ÍSLAND!


When you have a dress this beautiful it deserves it's own post - I was struggling so hard to find a
graduation dress but when I saw this dress from Ganni on Eirin Kristiansen's blog I knew this was
the dress! Of course it was sold out in my size on the Ganni website but I didn't give up there - I
sent an email to every single Ganni store in Denmark and asked if they had the dress in stock in
my size - I was so happy when the Ganni store in Odense told me they had it in my size and could
send it to my sisters house in Denmark. She then sent it to Iceland and it arrived a few days before
the graduation and wow, it was perfect! I love how simple it is and the sleeves really make the
dress - I also love that I can wear it after the graduation, both casually with white sneakers and
also for more formal occasions. Such a good (and complicated) buy 

Now I am heading to my mom's house with all the candy in the world to watch the game - I
have been so nervous for the game all weekend and I know absolutely nothing about soccer.
GO ICELAND!
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig