14.6.16

NEW IN: BOOHOO JUMPSUIT

BOOHOO lounge jumpsuit - fæst HÉR

Hafiði eitthverntíman séð þægilegri flík? Ég hef neflilega ekki gert það - um daginn pantaði ég mér
nokkrar flíkur af Asos og ein af þeim var þessi grái samfestingur frá Boohoo. Ég var ekki lengi að
setja hann í körfuna eftir að ég sá hann og ég hef líka ekki farið úr honum síðan ég fékk hann. Hann
er sjúklega þægilegur og eins og þið vitið þá skipta þægindi mig öllu máli! Ég er bæði búin að nota
hann heima við og svo dagsdaglega við inniskó og létta kápu - hann er klárlega nýtt uppáhald hjá
mér. Það besta er líka að hann kostar rétt um 3 þúsund krónur, sem er gefins fyrir svona æðislega
flík. Þú getur skoðað samfestinginn betur HÉR - þú ert að missa af miklu ef þú átt ekki eitt stykki!

Ég er heima við í dag að taka myndir af nýjum vörum fyrir bloggið og svo ætla ég að fara aðeins
út í garð og njóta sólarinnar áður en ég horfi á leikinn í kvöld (já, ég ætla að horfa á hann.. veit
samt ekki hvað er að ske helminginn af tímanum en mér finnst Alfreð Finnboga rosa sætur). 
Áfram Ísland!



Have you ever seen a more comfy piece of clothing in your life? I know I haven't - the other day
I ordered some stuff from Asos and had to get this jumpsuit from Boohoo. I haven't taken it off
since it arrived and you know how much I love comfortable pieces - I have used it both just at
home and out with a light coat and some sandals. It is also so cheap so if you don't have it you
need it - it is just around $25 which is nothing for such an amazing piece! You can find it HERE.

Today I am hanging out at home shooting some new stuff and then I am going to go outside
and enjoy the good weather before the game tonight. I don't know anything about football
but I am really excited for tonight - Go Iceland!
SHARE:

5 comments

  1. Hæ! :)

    Hvaða stærð tókst þú ef ég má spyrja ? Mér finnst hann svo víður á stelpunni í myndbandinu en mjög smart á þér, finnst því erfitt að átta mig á stærðinni :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæ! Ég tók hann í UK 10 sem er venjulega stærðin mín - hann var aaaðeins þröngur fyrst en svo víkkar hann aðeins en er samt ekki svona laus eins og á módelinu! Er mjög ánægð með hann xx

      Delete
    2. Takk fyrir að svara mér svona fljótt! :)

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig