Þá klárast enn einn mánuðurinn og það er bara kominn Júní- afhverju líður tíminn svona
hratt?! En þar sem Maí var að klárast þá er kominn tími til að skoða hvaða vörur stóðu upp úr að
mínu mati í mánuðinum - þið hafið heyrt mig tala um nokkrar áður en hinar eru splunkunýjar
og strax orðnar uppáhalds. Cheekathon pallettan mín frá Benefit er í miklu uppáhaldi og nota
ég þá helst Hoola til að skyggja og svo Coralista sem kinnalit, gullfalleg blanda og var þessi
palletta klárlega kaup mánaðarins! Truth Sugar Glow Polishing maskinn frá Ole Henriksen
er líka algjör snilld en ég fékk litla prufu af honum fyrir punktana mína í Sephora - hann
skrúbbar húðina vel og gerir hana bjartari. Ég pantaði mér svo bæði gloss og mattan varalit
frá Kylie Cosmetics um daginn og er ég mjög hrifin af glossinum - ég fékk mér litinn "So
Cute" og er hann hinn fullkomni nude. Varalitinn fékk ég í Candy K og er hann flottur en
aðeins of dökkur fyrir ljósu húðina mína finnst mér. Mario Badescu vörurnar voru svo að
koma í Fotia og auðvitað nældi ég mér í Drying Lotionið sem hefur gjörsamlega bjargað
húðinni minni og með fékk ég nokkrar fleiri vörur - ein af þeim er Hyaluronic rakakrem og
vá, húðin fær svo góðan raka og verður gjörsamlega ljómandi. Seinasta nýja varan sem ég
er að elska er Technakohl Liner frá MAC í litnum "Risqué" en þetta er hinn fullkomni liner
til að setja í vantslínuna niðri til að opna augun og gera mann aðeins ferskari.
Ég kom heim frá Chicago í morgun og vá, ég er gjörsamlega ástfangin af borginni - hlakka
mikið til að fara aftur seinna í mánuðinum. Nú er komið af afslöppun á sófanum enda vel
þreytt eftir svefnlausa nótt. Þangað til næst ♡
I can't believe it is June already - how fast does time fly?! I wanted to share with you some
of my favourite beauty products of last month and here they are - some you have seen before
and some of them are new. I have been relaxing on the couch all day since I came home from
Chicago super early this morning and stayed up all night - I am so tired but happy after a good
trip. I fell in love with the city and am looking forward to going there again later this month ♡
No comments
Post a Comment
xoxo