19.4.16

MY CURRENT BEAUTY FAVOURITES

Nokkar vörur í þessari færslu voru fengnar sem sýnishorn, þær eru merktar
með stjörnu. 

Það er ekki langt síðan að ég birti seinast uppáhalds snyrtivörurnar mínar en ég er búin að fá
nokkrar nýjar vörur upp á síðkastið sem eru strax orðnar mikið uppáhald. Ég komst loksins í
Sephora um daginn eins og flestir sáu kannski á Snapchat og þar kom ég að sjálfsögðu ekki
tómhent út. Ég ætla að segja ykkur aðeins betur frá þeim vörum sem ég hef ekki getað látið
frá mér seinustu vikurnar 

*Marc Jacobs Daisy Blush: Ég var svo spennt fyrir nýju sumarilmunum frá Marc Jacobs
en ég fékk ilminn Daisy Blush og halló, sumar í flösku. Ég ætla ekki að segja of mikið þar
sem það kemur inn sér færsla um ilminn í vikunni og það leynist kannski smá glaðningur
handa ykkur með.

*The Balm Batter Up: Þetta eru krem augnskuggar og fékk ég þrjá liti að gjöf frá yndislegu
Evu hjá Line Up. Litirnir Moonshot og Dugout eru búnir að vera notaðir mikið og elska ég
hversu lengi þeir duga. Ég hef notað þá yfir allt augnlokið þegar ég fer í flug og þeir eru enn
á sínum stað þegar ég kem heim aftur. 

Ole Henriksen Truth Serum Collagen Booster: HALLÓ! Hvar var ég án þín? Mig er búið
að langa svo í þessa vöru ótrúlega lengi og ég fékk kassa með prufum frá Ole Henriksen um
daginn í Sephora. Ég trúi einfaldlega ekki hversu góð þessi vara er og hefur hún bjargað þurru
húðinni minni! Það er líka svo yndisleg og fersk lykt af henni.

Ole Henriksen African Red Tea Foaming Cleanser: Þessi vara var líka í kassanum og átti
ég eiginlega ekki von á að fýla hana. Þetta er hreinsir sem freyðir og er án djóks mandarínu
lykt af henni sem ég fýla eiginlega ekki - en þessi hreinsir tekur allt af andlitinu á nokkrum
sekúndum og er hún því í uppáhaldi.

Armani Luminous Silk Foundation: Mig langaði að prófa nokkra farða úr Sephora svo ég
fékk prufu af þessum farða sem ég er búin að heyra endalaust af góðum hlutum um. Ég hef
notað hann tvisvar, bæði skiptin í vinnunni og vá - áferðin á honum er ótrúlega falleg og hann
helst á mjög lengi sem er kostur fyrir fluffuna. Ég er mjög nálægt því að kaupa mér hann í
fullri stærð í næsta stoppi!

*Anastasia Beverly Hills Glow Kit in "Gleam": Ég fékk þessa pallettu fyrir nokkrum vikum 
og er liturinn "Crushed Pearl" uppáhalds - hann er gullfallegur og það eina sem ég hef notað
síðan ég fékk pallettuna. I just recently posted my current favourite beauty products but I have been trying out so many
new products recently so I had to make a new one. If you want to read what I think about the
products above, please use Google Translate 
SHARE:

1 comment

  1. Marc Jacobs Daisy Blush falleg flaska og ilmirnir frá Marc Jacobs eru ávanabindandi.

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig