8.3.16

SKIN CARE WITH SÓLEY ORGANICS

Vörurnar í þessari færslu voru sendar sem sýnishorn.

Um daginn fékk ég smá pakka fra Sóley Organics og sprakk ég gjörsamlega úr spenningi þegar ég
sá allar girnilegu vörurnar sem voru í honum. Ég hef lengi verið mjög hrifin af merkinu, enda er
uppáhalds rakakremið mitt og andlitsskrúbburinn í öllum heiminum frá Sóley. Ég var því mjööög
spennt að prófa fleiri vörur frá merkinu og ætla ég að deila með ykkur í dag þremur vörum sem ég
hef verið að nota seinustu þrjár vikur. Allar vörurnar frá Sóley eru lífrænt vottaðar og gerðar úr 
hreinni íslenskri náttúru 
The other day I got a package from Sóley Organics, which is an Icelandic brand, and I was so
excited when I saw all the amazing products. I have been a big fan of the products from Sóley
for a long time, my favourite moisturiser and exfoliator in the whole world is from them. I was
so excited to try some more products from them and today I am going to share with you three
products that I have been using every day fort the past three weeks. All of the products from 
Sóley are organic and made from pure Icelandic herbs 


Hér eru þær þrjár vörur sem ég hef verið að nota á hverjum degi seinustu þrjár vikur - nema maskann,
hann nota ég einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Ég nota líka skrúbb frá merkinu í sturtunni tvisvar
í viku, en hann heitir glóEY og er æðislegur. 

hrein: Fyrsta varan, hrein, er andlitsmjólk. Ég nota hana bæði morgna og kvölds til að hreinsa farða
af og þrífa húðina vel. Ég ber hana á þurra húðina og nudda henni á bæði andlit og háls. Hún er strax
orðin nýja uppáhalds hreinsivaran mín en hún nær að þrífa húðina mjög vel og gerir hana svo alveg
silkimjúka. Hreinsimjólkin er stútfull af andoxunarefnum og inniheldur hún meðal annars kókosolíu,
kvöldvorrósarolíu og villtar íslenskar jurtir - það er mælt með henni fyrir þurra og viðkvæma húð, 
hún er því fullkomin fyrir mig.

steinEY: Næsta vara er maski, sem ég nota nokkrum sinnum í viku. Þessi maski er algjör snilld
og er hægt að líkja honum við Supermud maskann frá Glamglow, sem er í miklu uppáhaldi hjá
mér. Þessi maski jafnar húðina, styrkir vefi og dregur úr áhrifum öldrunar ásamt því að hreinsa
dauðar húðfrumur og fleiri óhreinindi. Maskinn inniheldur eldfjallaösku frá Eyjafjallajökli og
villtar íslenskar jurtir. Ég blanda smá af maskanum við vatn og ber hann á andlitið - þetta er
svona maski sem þornar á andlitinu og maður getur varla hreyft sig, en það er svo þess virði.
Húðin verður svo góð eftir á - bæði hrein og mjúk.

eyGLÓ: Seinasta varan er vara sem ég hef notað áður, og vá - þetta er besta rakakrem sem 
ég hef nokkurn tíman notað. Kremið inniheldur helling af andoxunarefnum sem kallar fram
ljóma ásamt kvöldvorrósarolíu, kókosolíu og villtum íslenskum jurtum. Húðin mín fær bæði
nauðsynlegan raka og svo ljómar hún - húðin verður það góð að ég get notað bara kremið og
ekkert meira. Kremið hentar öllum húðgerðum, sem er æðislegt.Here are the three products that I have been using both morning and evening for the past
three weeks, if you are interested in reading about them use Google Translate for the text
above. These are seriously among the best products I have ever tried!
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig