Maskarann fékk ég sendan sem gjöf.
Eins og alltaf deili ég mínu hreinskilna áliti.
Ég er alltaf að leita að hinum fullkomna maskara og ég er pottþétt ekki sú eina. Ég er búin að finna
mér nokkra sem ég er mjög hrifin af en samt sem áður er alltaf svo gaman að prófa eitthvað nýtt.
Estée Lauder var að koma með splunkunýjan maskara á markaðinn og ætla ég að segja ykkur aðeins
frá honum í dag og hvað mér finnst. Maskarinn heitir Sumptuous Knockout og á hann að bæði
lyfta og aðskilja augnhárin - hann er með gúmmígreiðu sem er algjör kostur. Ég er búin að vera
að nota hann núna í rúmar tvær vikur og að mínu mati er þetta fullkominn hversdagsmaskari.
Hann gefur ekki mikið volume en augnhárin verða falleg, náttúruleg og löng! Maskarinn er
ekkert að molna né klessast út um allt, þannig ég mæli með þessum ♡
Á morgun, fimmtudaginn 17. mars, verður Estée Lauder kynning í Sigurboganum og deili ég
frekari upplýsingum með ykkur um það á morgun - það er fullkomið tækifæri til að næla sér
í þennan maskara og fleiri vörur frá merkinu. Á morgun verður svo einnig gjafaleikur bæði
hér á blogginu og á Facebook þar sem ég í samstarfi við Estée Lauder ætlum að gefa tvær
snyrtitöskur fullar af góðgæti frá merkinu - ég myndi ekki missa af því!
I am always on the hunt for the perfect mascara and I am probably not the only one. I have
found a couple of them that I really like, however, it is always so much fun to try out new
ones. Estée Lauder just recently launched a brand new mascara called Sumptuous Knockout
and it is supposed to lift the lashes and fan them out. It has such a good brush and in my
opinion this is the perfect every day mascara. It makes the lashes so natural and long and it
doesn't crumble - really recommend this one ♡
No comments
Post a Comment
xoxo