1.1.16

HAPPY NEW YEAR!

H&M jumpsuit (old one)     ASOS bag     MICHAEL KORS fur ball

Mig langar að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs - ég trúi ekki að það sé komið 2016! Mig langar
líka að þakka ykkur kærlega fyrir seinasta ár og fyrir að fylgjast með blogginu. Bloggið verður fimm
ára núna á árinu og finnst mér það alveg ótrúlegt - eitthvað svona smátt varð aðeins stærra en ég bjóst
við og mig hlakkar til að deila 2016 með ykkur. Það verður frekar viðburðaríkt hjá mér en núna eftir
nokkra daga byrjar seinasta önnin mín í háskólanum hér heima sem þýðir að ég er að fara að skrifa
BS ritgerðina mína. Í Júní ætla ég að svo útskrifast sem viðskiptafræðingur og er haustið ekki alveg
ákveðið. Ég er búin að sækja um í mastersnám bæði í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn en við verðum
að bíða og sjá hvað gerist. Það verður mikið um breytingar en það hræðir mig ótrúlega, en á sama
tíma er ég mjög spennt. Ég mun svo auðvitað byrja aftur sem flugfreyja hjá Icelandair núna í Maí og
er ég eiginlega að telja niður dagana, enda finnur þú ekki skemmtilegri vinnu. 

Ég vona að árið ykkar verði æðislegt - ég er alveg ákveðin í að gera þetta ár gott.
Stórt knús til ykkar allra 


I want to start by wishing you all a happy new year - I can't believe that 2016 is here! I also
want to thank you all for 2015 and for following the blog. This year the blog will turn five
years old this year which I can't believe - something so small became much bigger than I
ever thought it could get but I am so excited to share 2016 with you. A lot of things will
happen but in a couple of days I will start my last semester at university which means that
I am starting to write my BS thesis. In June I will graduate with a BS degree in Business
Administration and the fall is kind of a mystery. I have applied to universities in Stockholm
and Copenhagen to get a masters degree but we will see what happens. I am kind of scared
but excited at the same time. I will then start working as a cabin crew member at Icelandair
again in May and I am counting down the days, you can't find a more fun job than that.

I hope that your year will be amazing - I am determined to make this year good.
A big hug to you SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig