17.9.15

MOROCCANOIL DRY SHAMPOO

MOROCCANOIL DRY SHAMPOO IN LIGHT TONES & DARK TONES

Eins og ég hef samt mjög oft áður þá elska ég að prófa nýjar vörur en ég hef aldrei verið jafn spennt
að prófa vöru áður eins og ég var þegar ég prófaði þessa nýjung! Ég hef verið að nota vörurnar frá
Moroccanoil í þrjú ár núna og eru þær klárlega uppáhalds hárvörurnar mínar. Þegar ég frétti að það
væri að koma þurrsjampó frá þeim þá varð ég svoooo spennt - þurrsjampó er eitthvað sem ég nota 
mikið. Ég nota það á þeim dögum sem ég þvæ ekki á mér hárið til þess að fríska aðeins upp á það.
Ég hef lengi verið að nota sama ódýra þurrsjampóið og fannst það bara fínt, þangað til núna. Ég
held að ég sé ekkert á leiðinni að kaupa það aftur - þurrsjampóið frá Moroccaoil er komið til að vera!

Þurrsjampóið frá Moroccanoil kemur í tveimur formum, eitt er fyrir ljóst hár og hitt er fyrir dökkt
hár. Ég fékk að prófa bæði þar sem ég var ekki viss hvor myndi henta mér og hárinu mínu betur.
Það sem er svo æðislegt við þetta þurrsjampó er að það frískar upp á hárið manns án þess að skilja
eftir of mikið af púðri í hárinu eftir á og svo auðvitað lyktin, það er ekki hægt að finna betri lykt en
lyktina af Moroccanoil vörunum. Þurrsjampóið fyrir ljóst hár inniheldur smá  af fjólubláum lit sem
gerir það að verkum að hárið lýsist aðeins, og sparar þér ferðirnar í litun. Þess vegna finnst mér hitt
spreyið henta mér aðeins betur, en liturinn sem kemur af því er aðeins dekkri. Nýtt uppáhald hér á
ferð, það er alveg klárt mál x

 ___________________________________________


As I have said before I love trying out new products but I haven't been as excited for a new
product as I was for this one! I have been using hair products from Moroccanoil for three
years now and they are my favourite products. When I found out that they were coming out
with a dry shampoo, I was so excited - dry shampoo is something that I use a lot on those
days when I don't wash my hair. I use it to freshen up and give my hair a little more life. I
used to use a cheap one from the drugstore but I don't think that I will be buying that again,
this one is here to stay!

The dry shampoo from Moroccanoil comes in two forms, one for light tones and one for dark
tones. I got to try out both and kind of reach more for the dark tones one, simply because the
light tone one has a violet undertone to lighten blonde hair. What I love about this particular
dry shampoo is that it doesn't leave that powder residue in the hair afterwards and the smell
is soooo good. This is a new favourite, that's for sure x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig