19.9.15

BIANCO x CAMILLA PIHL


WAHHH, ég tryllist úr spenningi yfir þessum skóm! Ég hef lengi fylgist með blogginu hennar
Camillu Pihl og fyrst þegar hún hannaði skólínu fyrir Bianco missti ég mig úr spenningi. Mig
langaði helst í öll pörin en ég lét eitt duga. Núna var hún að gefa út þriðju línuna sína og ég
var auðvitað með auga á einu pari úr línunni. Þeir komu þó ekki með fyrstu sendingunni til
landsins en eru væntanlegir í Nóvember. Ég gat ekki beðið svo lengi og því pantaði ég þá á
netinu og sendi til systur minnar í Danmörku - þvílík heppni að hún var einmitt stödd þar.
Ég gjörsamlega elska línurnar sem Camilla hefur hannað en við erum með frekar svipaðan
stíl - einfaldur og klassískur! Þessir skór eru einmitt það - þeir komu líka í brúnu rússkinni
og svo eru þeir til í svörtu og brúnu leðri með krókódílaáferð. Þessir verða mikið notaðir en
fá að sleppa við slabbið og rigninguna - fullkomnir við hvaða dress sem er 

Ég byrjaði helgina fullkomnlega að mínu mati með því að sofa út og fá mér köku í 
morgunmat - gærkvöldið var alveg hreint æðislegt en ég bauð vinkonum mínum heim
í spjall og döðlukök. Dagurinn í dag fer í smá lærdóm en svo á ég von á gestum seinna
í dag. Hafið það gott, knús!

 ___________________________________________


WAHHH, I am so excited for these shoes! I have been following Camilla Pihls blog for
a while now and first when she designed a shoe line with Bianco I was super excited. I
wanted all the pairs but bought one and still use them a lot. Now she just launched her 
third collection with Bianco and of course I had my eyes on a pair. They didn't come to
Iceland but they will arrive in November. I couldn't wait that long so I decided to order
them online and send them to my sister who was in Denmark - so lucky that she was 
there so I could have them. I absolutely love Camillas designs and we have very similar
styles - simple and classic! These shoes are exactly that - they also came in brown suede
and then they have them in black and brown in croco leather. These will be used a lot this
fall but I will keep them safe inside when it rains and snows - they are perfect with so
many outfits 


I started my weekend in the most perfect way this morning by sleeping in and eating
cake for breakfast - yesterday was so much fun but I invited my girlfriends over to eat
cake and talk. Today I have some studying to do and then I have some guest coming over
later today. Have a good one, hugs x


SHARE:

4 comments

xoxo

Blogger Template Created by pipdig