28.7.15

NYC PHOTO DIARY - PART I

Mæli svo mikið með þessum stað í Soho - við fengum okkur hádegismat þarna.
Ég pantaði mér Ravioli og ég sver að þetta var besta Ravioli sem ég hef smakkað
hingað til. Hann er á horninu á Prince og Mercer.

Þarna er ég í himnaríki - það eru endalaust af fallegum búðum í Soho. Ég
fór í smá leiðangur í Céline en fann ekki það sem ég var að leita mér að,
ég fann það þó á endanum í Saks á 5th Avenue. 

Þetta hverfi er alveg hreint magnað - það er allt svo fallegt og steinlögðu
göturnar gera það ennþá fallegra. Klárlega uppáhalds hverfið mitt í NYC
hingað til.

Ég var gjörsamlega í himnaríki - þetta verður ekki meira New York en þetta.
Það er algjörlega nauðsynlegt að fara aðeins út fyrir þessi klassísku svæði
og rölta um, þá sér maður alltaf eitthvað fallegt.

Ég gat auðvitað ekki sleppt því að kíkja á Ladurée - staðurinn er ótrúlega fallegur að
innan og svo eru makkarónurnar æðislegar. Það er alveg öruggt að ég mun éta yfir
mig af makkarónum þegar ég fer til Parísar.

Öll detailin eru svo falleg og stílhrein - þó svo að ég var ekki að versla neitt
sérstaklega þá var svo gaman að skoða allar búðirnar því þær voru svo
fáranlega flottar að innan líka.

Góðan dag, hér er smá myndaflóð frá NYC ferðinni minni um helgina. Ég er með alveg heilan
helling af myndum frá ferðunum mínum þangað í sumar og mun ég deila restinni með ykkur
á næstu dögum. Um helgina ákvað ég að fara aðeins út fyrir venjulega svæðið mitt og ég tók
lestina niður í Soho - það var ekkert smá gaman að komast frá "túristasvæðinu" og skoða mig
um í Soho. Hverfið er ótrúlega fallegt og það er endalaust af fallegum verslunum þar og góðum
veitingarstöðum. Ég fer þangað aftur, það er alveg pottþétt x

___________________________

Good morning, here is a small photo diary from my trip to NYC this weekend. I have a 
bunch of pictures from my trips there this summer and I will be sharing the rest of them
with you in the next days. This weekend I decided to take the subway down to Soho and
I had such a nice time there. It was good to get out of my usual spot and see this gorgeous
neighbourhood. It is packed with beautiful little stores and restaurants. I will be going there
again, that is for sure x



SHARE:

1 comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig