30.7.15

BEAUTY: BIOEFFECT

BIOEFFECT egf day serum & BIOEFFECT egf serum

Það þarf varla að kynna þessar æðislegu vörur frá íslenska merkinu BIOEFFECT en ég hef verið
að nota þær núna í nokkrar vikur. Ég fékk að gjöf þrjár vörur frá merkinu, þessar tvær sem eru
hér fyrir ofan og svo Augnablik augngelið. Mér finnst alltaf jafn gaman að fjalla um íslenskar
vörur hér á blogginu þar sem maður fyllist ákveðnu stolti yfir íslenskum vörum. Við erum að
selja þessar vörur um borð í vinnunni og það er mjög gaman að sjá hversu vinsælar þær eru
hjá erlendum ferðamönnum.

Fyrsta varan sem ég ætla að segja ykkur frá er EGF Day Serum en það er vara sem ég nota á
morgnanna og hef stundum notað sem primer áður en ég set á mig farða. Þar sem ég er með
mjög þurra húð hafa þessar vörur algjörlega bjargað húðinni minni og mæli ég með að prufa
ef þú átt við sama vanda að stríða og ég. Ég set eina pumpu á allt andlitið og gef seruminu 
svo nokkrar mínútur til að fara í húðina og gera sitt. Húðin verður ekkert smá mjúk eftir á
og það er mun auðveldara að bera farðann á. Hin varan er eflaust vinsælasta varan en það 
er EGF serumið. Ég nota þessa vöru á kvöldin eftir að ég þvæ mér í framan og þá sleppi ég
að setja krem á mig. Húðin verður örlítið klístruð og því þarf að passa að setja ekki of mikið
en ég læt mig hafa það þar sem ég vakna með silkimjúka og ljómandi húð. Það er einnig
mjög sniðugt að nota dropana á þurrkubletti ef þú ert með þá, en ég fæ þá mjög oft á
veturnar þegar það er aðeins kaldara og hafa droparnir algjörlega bjargað mér.

Þessar vörur eru í dýrari kantinum en algjörlega þess virði að mínu mati, þær
virka svo sannarlega og svo er eitthvað svo gaman við að eiga svona veglegar
íslenskar vörur í snyrtibuddunni. Ég mæli með x

___________________________

Recently I have been trying out a couple of products from an Icelandic brand called
Bioeffect. I got three products as a gift from them, these two pictured above and a
cooling eye gel called Augnablik. I love talking about Icelandic products on the blog
since I get super proud and especially when the products are as good as these are.

I use the EGF Day Serum during the mornings and sometimes I have been using it
as a primer before I apply makeup. I apply one pump over my face and my skin
feel so smooth and it's much easier to apply my foundation. The next product is
the EGF serum which I use at night and this product is the most popular one. I
understand why since it is like pure magic. I apply a little bit of the serum on
clean skin before bed and it makes my face a little bit sticky (make sure not to
apply too much) but it's well worth it in the morning since I wake up with super
soft and glowing skin. I have even applied it to dry spots on my face and they
are gone the next day!

These products are a little bit pricey but they are well worth it, they work super
well and I love having such amazing Icelandic products in my beauty bag x
*Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf. Það hefur þó engin áhrif
á þær skoðanir sem koma fram í færslunni.*

SHARE:

1 comment

  1. Wow~really amazing pic!
    Thanks for sharing products!

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig