19.6.15

BY YLFA GRÖNVOLD

ILLUSTRATION BY YLFA GRÖNVOLD

Ef þú fylgir mér annað hvort á Snapchat eða Instagram þá ertu búin að sjá þessa gullfallegu
mynd sem ég fékk í pósti um daginn. Hún er sérstaklega gerð fyrir mig með nokkrum af mínum
uppáhalds hlutum - París, bóndarósir, draumataskan frá Saint Laurent, skór frá Louboutin, úr frá
Daniel Welington, falleg nærföt og sólgleraugu frá Céline sem ég ætla að finna mér í sumar. Hún
er eftir Ylfu Grönvold, sem er svo yndisleg stelpa og ótrúlega hæfileikarík. Ég kynntist Ylfu fyrst
árið 2012 þegar ég tók myndir af peplum bolum sem hún var að hanna þá (sjá hér) og það er svo
gaman að fá tækifæri til að vinna með henni aftur og njóta þess sem hún er að búa til. Þegar ég sá
að hún væri byrjuð að búa til svona myndir þá hafði ég strax samband við hana og pantaði mér
mynd - mér þykir ótrúlega vænt um hana og það er svo gaman að eiga eitthvað sem er "one of a
kind" og sérstaklega gerð fyrir mig. Myndirnar hennar eru vatnsmálaðar og eru þær allar svo
ótrúlega heillandi og fallegar x

Ég er alveg í skýjunum með myndina mína og á pottþétt eftir að fá mér fleiri myndir frá henni
í framtíðinni - ég mæli með því að fylgja henni á Instagram undir @ylfagronvoldstudio og næla
þér í mynd eða tvær eftir hana. Þú getur einnig haft samband við hana Ylfu í gegnum tölvupóst
ef þú vilt panta mynd eða sérpanta eins og ég gerði - netfangið hennar er ylfa@ylfagronvold.com
og hún á eftir að taka svo vel á móti ykkur enda er hún ein indælasta manneskja sem ég hef kynnst.


// I recently got this illustration in the mail from a wonderful friend of mine, Ylfa Grönvold. I 
first met her in 2012 when I shot some looks of her peplum tops (see one post here) and I was
so excited when I saw that she was making these beautiful watercolour illustrations. I ordered
a print from her that was specially designed just for me featuring some of my favourite things.
Ylfa is so lovely and talented and I feel so lucky to have a piece of her work hanging in my
home x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig