12.3.15

CURRENT FAVORITES


Ég ákvað að byrja með nýjan lið á blogginu þar sem seinasta svona færsla fékk mjög góð
viðbrögð (sjá hér) - ég er alltaf að prófa nýjar vörur og skipta um rútínu svo hér eru vörurnar
sem hafa staðið upp úr síðan seinast. Nýlega komu nýjar hárvörur í sölu á frá breska merkinu
Gorgeous en ég var svo heppin að fá poka af vörum til að prófa og kemur ítarlegri færsla um
vörurnar í byrjun næstu viku. Ég er búin að vera að nota sjampóið og næringuna núna í tvær
vikur og er ótrúlega ánægð með þær, en meira um það síðar. 

Bare Minerals Prime Time: Ég fékk litla prufu af þessum primer þegar ég prófaði Starter Kitið
í fyrra og vá, hann er æðislegur! Hann er mjög léttur, gelkenndur og heldur farðanum á allann daginn.

YSL Volume Effet Faux Cils: Ég talaði aðeins um þennan maskara þegar ég fjallaði um vorlínuna
frá YSL fyrir stuttu. Áður notaði ég Babydoll maskarann frá YSL og er hann ótrúlega góður. Ég var
því mjög spennt að prófa þennan maskara en hann inniheldur nýja og endurbætta formúlu sem á ekki
að þorna. Hann bæði þykkir og lengir augnhárin og hef ég notað hann mjög mikið seinustu vikur.

YSL Tint-In-Oil: Ég get eiginlega ekki lofsungið þessa vöru nóg, þið verðið bara að fara út í búð
og prófa hana. Þetta er ein uppáhalds varan mín í öllum heiminum - olían gefur vörunum góðan
raka og gefur þeim fallegan ljósbleikan lit í leiðinni. Ég á litinn I Rose You.

SIGMA F70 og F80: Burstarnir frá Sigma eru þeir bestu ásamt Real Techniques að mínu mati. Ég 
á tvo, einn hyljarabursta og einn andlitsbursta. Ég nota stærri burstann í blauta farða og gefur hann
manni fallega og náttúrulega áferð - hann er líka bara svo ótrúlega fallegur svona koparlitaður.

YSL Blush Volupté: Ásamt kinnalitnum frá The Balm er þetta uppáhalds kinnaliturinn minn í
augnablikinu. Ég nota hann meira spari og er liturinn ljósbleikur og fallegur.

Anastasia Beverly Hills Dipbrow: Önnur vara sem ég get ekki lofsungið nóg - augabrúnavörurnar
frá þessu merki eru þær bestu sem ég hef prófað og ég veit að ég er ekki sú eina. Ég nota litinn "Soft
Brown" sem hentar rauða hárinu mjög vel.

Um helgina fer RFF fram eins og þið eflaust vitið og ég verð viðstödd allar sýningarnar. Ef ykkur
langar að fá RFF beint í æð um helgina þá er ég með Snapchat hjá mér opið fyrir alla, en þið getið
fundið mig þar undir "alexsandrabernh" x


SHARE:

1 comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig