2.2.15

ANASTASIA BEVERLY HILLS: ALL ABOUT BROWS


Ég ætti að vera löngu búin að segja ykkur frá augabrúnarútínunni minni en eitthverja hluta vegna er 
ég rétt að komast í það núna. Ég ákvað seinasta haust að prófa Dipbrowið frá Anastasia Beverly Hills
eftir að hafa séð það út um allt og heyrt svo góða hluti um það. Áður fyrr var ég búin að nota blýant 
frá Chanel í rúmt ár og eins góður og hann var, þá verður ekki aftur snúið núna! Það er mjög erfitt að
lýsa því hversu virkilega góðar þessar vörur eru en ég ætla að láta reyna á það. Ég fékk mér Dipbrow
í litnum Soft Brown og keypti ég bursta #12 með sem er skáskorinn bursti með greiðu á endanum. 
Ég byrja semsagt á því að setja smá af Dipbrowinu á burstann og fylli í augabrúnirnar eins og ég þarf,
svo laga ég þær aðeins til með hyljara og set Clear Brow Gelið yfir svo þær haldist fínar allan daginn.
Helsti kosturinn við Dipbrowið er að það er vatnshelt og það helst á allan daginn, þú þarft ekkert að
vera að laga þær neitt yfir daginn heldur eru þær í fullkomnu standi um kvöldið. Nýlega bætti ég einni
vöru við safnið en það er Tinted Brow Gel sem er augabrúnagel með lit í, það hentar mér vel þá daga
sem ég þarf ekki að gera mikið við augabrúnirnar og vil bara aðeins hressa upp á þær með smá lit.

Næst á dagskrá hjá mér er að prófa Brow Wiz pennann frá þeim en ég hef heyrt svo gott um hann,
ég er einnig mjög spennt fyrir plokkaranum og skærunum - sem mig vantar reyndar þar sem minn
plokkari ákvað að týnast um daginn og ég er bara smá týnd án hans x

Anastasia Beverly Hills vörurnar fást á Nola.is. Þú getur verslað Dipbrowið HÉR, bursta #12 HÉR,
Clear Brow Gelið HÉR, og Tinted Brow Gel HÉR.


// Currently I have been using the Anastasia Beverly Hills products on my brows and I love them.
I got the Dipbrow in Soft Brown, brush #12 to apply it to my brows, a clear brow gel and a tinted
one for the days where I am feeling lazy. I love how it lasts all day long x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig