1.1.15

HAPPY NEW YEAR!


GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Ég ætlaði að setja inn blogg í gær en ég lenti á Íslandi snemma í gær, fór
beint heim að leggja mig og brunaði svo aftur í Keflavík þar sem ég eyddi áramótunum mínum með
fjölskyldunni minni og Níelsi. Ég átti alveg yndislegt kvöld og er mjög spennt fyrir 2015 - það eru
spennandi tímar framundan en skólinn fer að byrja aftur ásamt fleiri verkefnum sem ég segi ykkur
betur frá bráðlega. Annars setti ég mér það markmið fyrir nýja árið að vera duglegri að taka myndir
og deila með ykkur og einnig að eyða meiri tíma með fólkinu í kringum mig. 

Mig langar að þakka ykkur fyrir seinasta ár og fyrir að lesa, er mjög þakklát fyrir það að þið
fylgist með mér og gerið mér kleift að halda út þessu bloggi. Það er orðið stór partur af lífinu
mínu og hefur tekið mig algjörlega út fyrir þægindarammann minn sem er mjög jákvætt. Mig
hlakkar til að eyða næsta ári með ykkur og ef það er eitthvað sem þið viljið sjá meira af hér á
blogginu þá megið þið auðvitað láta mig vita 

// Happy new year everyone! I arrived in Iceland yesterday morning after a long flight and have
been super tired since then. Adjusting to the time difference is one of the worst things ever so I
have been sleeping all day. I hope you all enjoyed your last night but I celebrated with my family
and boyfriend. Thank you so much for the last year and I hope you will continue to read in 2015,
I have some exciting things in the works so I am super excited for the coming months 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig