MYNDIR FRÁ INSTAGRAM - @ALEXSANDRAB
Gleðileg jól allir saman, ég vona að þið áttuð yndislegan gærdag með ykkar nánustu. Ég verð að
viðurkenna að ég var smá viðkvæm í gær þar sem ég er í burtu frá minni fjölskyldu í fyrsta sinn
yfir jólin en ég átti nokkuð góðan dag sjálf. Hann byrjaði á afslöppun við laugina og svo borðuðum
við alvöru amerískan kalkún og meðlæti sem var svo gott. Eftir matinn voru engir pakkar eins og
heima (og ekkert jólatré heldur!) svo að við spiluðum og höfðum það notalegt. Ég fékk reyndar einn
pakka en ég fékk að velja mér jólagjöfina frá kærastanum mínum sjálf og auðvitað varð Clarisonic
hreinsiburstinn fyrir valinu. Hlakka til að segja ykkur meira frá honum þegar ég kem heim!
Hafið það gott, ég á bara nokkra daga hérna eftir og ætla að njóta þeirra. Fyrir þá sem
vilja fylgjast með mér geta fylgt mér á Snapchat en ég er með opið þar fyrir alla, þú
finnur mig þar undir "alexsandrabernh" x
// My Christmas was different than usually since I spent it in Orlando away from my
family for the first time ever. My day was really good though, it started out by the
pool and ended with a real American turkey. Usually we open presents after dinner
but this year we didn't have any presents (mine are at home in Iceland) but I did get
one gift from my boyfriend that I got to pick out myself, the Clarisonic Mia 2 x
No comments
Post a Comment
xoxo