6.1.15

ANASTASIA contour kit

ANASTASIA contour kit - buy it HERE

Ég er með alveg helling af hlutum til að sýna ykkur sem fengu að koma með mér heim frá Flórída
en það fyrsta sem ég ætla að sýna ykkur er contour pallettan mín frá Anastasia Beverly Hills. Ég
gjörsamlega elska elska ELSKA hana og skil núna afhverju allir voru að tala um hana og dást af 
henni í fyrra. Í staðinn fyrir að taka upprunalegu pallettuna ákvað ég að setja saman mína eigin
svo ég gat valið þá liti sem mig langaði í og sem henta mínum húðlit. Ég valdi litina Vanilla, Sand,
Banana, Fawn, Cinnabon og Latte. Seinasti liturinn er frekar dökkur fyrir mig en ég blanda honum
við hinn dökka litinn til að fá fullkomna litinn til að contoura kinnbeinin og upp á enni.

Ég pantaði mér pallettuna á heimasíðunni hjá Anastasia Beverly Hills en hún fæst einnig á
Sephora og á Nola.is hér heima en ég mæli með Anastasia síðunni, það er einnig snilld að
fá kost til að raða saman þeim litum sem manni langar í. Ég hef það á tilfinningunni að þessi
verður mikið notuð í ár x

Eigið góðan dag! Ég er ennþá fárveik en er að hressa mig við þar sem ég þarf að mæta á 
mjög spennandi fund - mikið hlakkar mig til. Ef þið viljið fá smá sneak peek frá því þá er
öllum velkomið að finna mig á Snapchat undir "alexsandrabernh".


// One thing that I picked up when I was in Florida was the Contour Kit by Anastasia Beverly
Hills. I made my own palette so I was able to choose the colours that I wanted and worked best
with my skin tone. I am completely obsessed with the palette and it's one of my favourites at the
moment xSHARE:

4 comments

 1. ég hlakka*

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk! Þetta ætlar bara ekki að ná að festa sig í kollinum mínum haha x

   Delete
 2. oh looks like a great product! xx

  www.formemag.com
  www.kkathleenn.blogspot.ca

  ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig