17.12.14

NEW IN: red lace


Hafið þið séð eitthvað fallegra?! Ég held að ég hafi neflilega ekki gert það. Þar sem jólin nálgast 
óðum hef ég alltaf haldið í þá hefð að kaupa mér ný nærföt og náttföt fyrir jólin. Ég klikkaði samt
á þeirri hefð í fyrra og þess vegna ákvað ég að gera mér það upp með því að gera nærfötin í ár
extra falleg, og mér tókst það heldur betur. Nýlega uppgvötaði ég undirfataverslunina Isabella sem
er staðsett á Akureyri. Úrvalið þeirra er ótrúlega fallegt og eru þau með merki á borð við DKNY,
Calvin Klein, Esprit og Femilet. Ég gjörsamlega elska falleg undirföt og hef gert það mjög lengi,
enda er ekkert betra en að líða vel í eigin skinni og mér finnst falleg undirföt einmitt gera það. 

Ég valdi mér þetta fallega rauða blúndusett þar sem rauður er auðvitað jólaliturinn. Einnig er þetta
fyrsta rauða settið mitt, en ég er vön að enda alltaf í klassíska svarta litnum - en ekki lengur! Ég 
mæli algjörlega með Isabella versluninni - þjónustan er æðisleg og pakkinn var mjög snöggur til
mín. Þau senda um allt land og pakkinn minn fór í póst á Föstudegi og kom strax á Mánudeginum.
Til að skoða úrvalið þeirra geturu fundið verslunina á Facebook hér og á Instagram hér.


// How pretty is my new lace set from DKNY?! I always get new underwear and pyjamas for
Christmas and this year I went all out. If you are located in Iceland I really recommend you
look at a store called Isabella that is located in Akureyri. They ship all over Iceland and their
service is amazing. I am super excited for Christmas now x



Vörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig