11.6.14

london photo diary

Tilbúin í flugið snemma um morguninn ósofin! Var að vinna til 02:00 um nóttina og var svo
vakin til að fara á flugvöllinn klukkan 04:00 - það var samt svo þess virði!

Spenntar systur að bíða eftir fluginu!

Mættar! Þurftum að bíða aðeins eftir að fá íbúðina afhenta svo við komum okkur fyrir á 
kaffihúsi í götunni við hliðina á og nutum sólarinnar.

Eftir að við komum okkur fyrir fórum við á Long Acre í Govent Garden, tók okkur um 3 mín
að rölta þangað frá íbúðinni. Auðvitað var byrjað á H&M!

Fundum þessa fallegu cupcakes á röltinu - auðvitað tókum við nokkrar með okkur heim!

Næsti dagur fór í Primark ferð - ég verð að viðurkenna að ég varð frekar hrædd þarna á
tímabili og hélt fast í systur mína allan tímann! Ég fæ svo mikinn kvíða í mannþröng en
fann mér fullt af nærfötum og náttfötum á slikk. Dagurinn endaði svo á meiri búðum og
dinner í Soho á mjög góðum pizzastað!

Afrakstur fyrsta verslunardagsins - reyndi að einbeita mér að því að kaupa mér fallega og
klassíska hluti! En auðvitað stundaði ég smá skyndikaup eins og gerist stundum.

Rigningin stoppaði okkur auðvitað ekki frá því að rölta aðeins um Oxford og Carnaby Street,
um kvöldið fórum við svo á æðislegan veitingarstað í Marylebone hverfinu sem heitir 28-50!

Nokkur góð kaup - skórnir voru í Asos pakkanum sem beið mín í London og auðvitað keypti
ég aðeins fyrir íbúðina. Bókina fékk ég í Urban Outfitters og kertið í H&M Home sem ég er
komin með æði fyrir - sé svo eftir mörgum fallegum hlutum þar!

Eitt sem heillaði mig voru svona sætir litlir blómamarkaðir um allt - þennan fann ég á Paddington
lestastöðinni. Þetta vantar alveg hér heima!

Dress Sunnudagsins - þæginlegt og einfalt! Eyddum deginum í túristarölt og svo tónleikar
um kvöldið. Fann bolinn í River Island og pilsið er frá Asos.

Týpísk túristamynd við Big Ben með æðislega ferðahópnum - er svo heppin að hafa allar þessar
í lífinu mínu!

Loksins komið að tónleikunum! Við vorum mættar frekar snemma á Wembley til að sækja miðana
og það var svo mikið af fólki þarna - klikkun. Ég pantaði þessa miða í Maí í fyrra og ég er frekar
leið að þetta sé bara búið - en þetta var svo gaman!

 Bauð systur minni á tónleikana! Hún hélt að ég væri að grínast þegar ég vildi fara en núna er hún
orðin aðdáandi, getur ekki neitað fyrir það.

Var svo sátt þegar ég rakst á Ladurée á röltinu um Covent Garden síðasta daginn okkar, ég
elska Macarons og er veik fyrir fallegum kökum og sætum bakaríum!

Auðvitað gat ég ekki farið út tómhent - keypti mér kassa af Macarons fyrir 4000 krónur, en alveg
þess virði!

Ekta ég handfarangur! Macarons og uppáhalds blómin mín, Peonies. 

Ég get ekki lýst því hversu gaman það var í London yfir helgina - þannig að ég læt myndirnar bara
tala! Við vorum á svo æðislegum stað í Covent Garden svo það var hægt að rölta á verslunargötuna
og á Trafalgar Square. Ég er svo skotin í London og langar helst bara að fara aftur í haust - veðrið
var yndislegt og tónleikarnir geðveikir! Ég er liggur við strax byrjuð að plana næstu utanlandsferð
en mig langar mikið að fara eitthvert í haust - efst á listanum er Stokkhólmur og París.
Hvor mælir þú með?
_________________________________________

Had so much fun in London over the weekend! Our apartment was right in the central area
of London so we could walk to the shops and to Trafalgar Square. I really love London and
the weather was amazing - I really want to go on another trip in the fall and I was thinking
about either Stockholm or Paris, which do you prefer? x

SHARE:

9 comments

 1. London is super fun! I was there last week and I loved every moment.
  I would suggest you to go to Stockholm, I've been there numerous times and I was
  blown away each time!

  http://lartoffashion.blogspot.com

  ReplyDelete
  Replies
  1. London is amazing! Thanks for the tip, I am dying to go to Stockholm - just have to convince my boyfriend to join me ;)

   Delete
 2. Væri sjúklega til í Stokkhólm enda sverige óð.. Gautaborg er líka algjört æði.
  -Agata

  ReplyDelete
 3. Stokkhólmur er æði… og París reyndar líka, verður að fara bæði :)

  - gauksdottir.com

  ReplyDelete
 4. Er að leita að íbúð í London fyrir helgarferð, hvar fannstu þína? :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég fann hana á booking.com - en hún var mjög dýr (við vorum 5 saman að deila kostnaðinum) og það voru smá vandræði með hana! Endilega sendu mér message á Facebook og ég get sent þér beinan link af henni og sagt þér aðeins frá henni :)

   Delete
 5. Your photos are gorgeous! I miss London so much, it's such an interesting city. I especially miss the shopping haha!

  ReplyDelete
 6. Ég sá að þú skrifaðir einhverntíman að Peonies blómin fengjust ekki á íslandi svo mig langaði að senda þér línu og segja þér að ég sá þau í blómakælinum í Hagkaup á Garðartorgi í gær ;)
  Þú þarft vonandi ekki að fara til London eftir næsta vendi, þótt það sé auðvitað mikið skemmtilegra en að keyra í Garðabæinn :P

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já, ég er einmitt búin að fá margar ábendingar varðandi að þau fást hérna heima, er svo sátt :)
   Ég fór einmitt blómarúnt áður en ég fór út og fann engar x

   Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig