1. Búin að hugsa mikið um LA seinustu daga og hvað mig langar að gera eftir að ég klára skólann hér heima!
2. Nýjir Real Techniques burstar í safnið - þeir eru ÆÐISLEGIR, elska þá alla og gæti ekki verið án þeirra.
3. Kósý páskadagur ein heima með heilt páskaegg og þætti - yndislegur dagur sem endaði með mat með fjölskyldunni!
4. Stal þessum fallega Zara jakka af systur minni - einn af þeim kostum að eiga kaupóða systur.
5. Ein fallegasta mynd sem ég hef nokkurn tíman tekið - Beverly Wilshire hótelið í Beverly Hills (Pretty Woman hótelið!)
6. Tók mér lærdómspásu til að taka smá rölt í miðbænum - Asos kápa og peysa, Topshop buxur og FWSS sólgleraugu.
7. Fallega litla systur mín fermd - tíminn líður allt of hratt! Finnst eins og ég hafi fermst í gær (8 ár síðan!).
8. Amma gaf okkur uppáhalds kökuna mína eftir ferminguna - of góð frönsk súkkulaðikaka, namm!
9. Þessi sólgleraugu eru einum of falleg - frá FWSS og fást í Gottu á Laugavegi í nokkrum fallegum litum!
10. Throwback frá 2012 - Rodeo Drive! Ó hvað mig langar aftur.
11. Á leiðinni í matarboð til tengdó - H&M trench, Asos peysa, Marc by Marc Jacobs veski.
12. Leyfði mér aðeins eftir að verslunarbannið kláraðist - það er stundum nauðsynlegt!
13. Fallega fatahornið mitt orðið skipulagt og fínt!
14. Snyrtihillan líka - fann þessa glæru kassa inn í skáp heima, var búin að steingleyma þeim.
15. Kærastinn minn er svo yndislegur, gaf mér tvo blómvendi bara af því að..
16. Fallegt inn í stofu - það er alltaf svo gaman að eiga blóm!
Nokkrar Instagram myndir frá seinustu dögum, þér er velkomið að followa mig þar undir
@alexsandrab. Í dag hófst lestur fyrir seinasta prófið eftir yndislega fríhelgi - ég get ekki
beðið eftir að komast í sumarfrí! Sumarið verður einum of gott - skemmtileg vinna, London
í byrjun Júní og afslöppun í góða veðrinu á frídögum ♥
_________________________________________
Here are some snapshots from the last couple of days, you can find me on Instagram under
@alexsandrab. Today I start reading for the last final exam - can't wait for summer x
Following you already, lovely pics!
ReplyDeletehttp://jeansandroses.blogspot.com
Hvar fékkstu þennan fallega vasa undir blómin ?? mynd 16 :)
ReplyDeleteég fékk hann í hrím á laugaveginum :)
Delete