15.4.14

instagram diaries

 1. Þetta lakk frá Essie er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið - fullkominn pastel litur!
2. Nýja uppáhalds ilmvatnið mitt, Dolce frá Dolce & Gabbana.

 3. Ein uppáhalds varan mín úr Make Up Store - face scrub með yndislegri lykt sem gerir húðina svo mjúka!
4. Innihald MUS pokans - hlakka til að skrifa meira um restina af vörunum sem ég fékk.

 5. Það er mun skemmtilegra að læra þegar allt er vel skipulagt og snyrtilegt, get þó ekki sagt að þetta sé svona fínt núna!
6. Fyrsta kakan sem var bökuð í nýju íbúðinni - get ekki hætt að baka núna!

 7. Varð loksins áskrifandi af Nýju Lífi - uppáhalds blaðið og svo undursamlega fallegt!
8. Þessi trench úr H&M varð loksins mín eftir langa bið.

9. Nýjar boyfriend jeans úr H&M - fullkomnar við nýju slip on skóna frá Asos!
10. Kósýheit - uppáhalds pastað mitt (ravioli namm!) og þáttamaraþon á meðan kærastinn vinnur.

Hér eru nokkrar myndir frá seinustu dögum samkvæmt Instagraminu mínu! Ég eyddi helginni minni
með vinkonum, heima hjá mömmu og svo fór ég í gær á námskeið fyrir sumarvinnuna. Ég get ekki
beðið eftir að klára prófin og byrja að vinna og njóta sumarsins - ég er svo heppin að vera í vinnu sem
er svo skemmtileg að mér finnst það varla vera vinna og í sumar verð ég að vinna með systur minni
sem gerir það ennþá betra!

Endilega followið mig á Instagram undir @alexsandrab til að fá smá update frá mér í 
prófalestrinum!
_________________________________________

A couple of pictures from my Instagram - you can follow me @alexsandrab.

SHARE:

4 comments

 1. such a cool insta recap:)I love these pics.

  new on
  Patchwork à Porter

  ReplyDelete
 2. Hvað heitir þessi litur af naglalakkinu? kv. Þórdís

  ReplyDelete
 3. Hvar kaupiru Essie naglalökkin? :)

  ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig