30.4.14

dreaming of LA

MYNDIR AF INSTAGRAMINU MÍNU - @ALEXSANDRAB

Seinustu daga get ég ekki hætt að hugsa um framtíðina - hvað mig langar að gera, hvar mig langar að
búa og fleira! Árið sem við eyddum í LA var eitt besta ár lífs míns og mig dreymir um að upplifa slíkt
ævintýri aftur. Þetta var þó ekki gaman, ef ég á að segja alveg satt, því það var mjög erfitt að vera í 
burtu frá fjölskyldu og vinum en ég fann að það var mun léttara yfir mér og hver dagur var spennandi.

Núna er ég að klára fyrsta árið mitt í háskóla og ég get ekki hætt að hugsa um að taka mastersgráðu
erlendis eftir útskrift - og helst langar mig til LA! Nám þar er samt mjög dýrt og áður fyrr hefði það
stoppað mig en stundum megum við ekki ofhugsa hlutina alltaf, ef þig langar að gera eitthvað gerðu
það þá. Það er klárlega sem ég ætla að gera - er mjög spennt að sjá hvar ég verð eftir 2 ár en ég verð
að muna að njóta mín í augnablikinu (þó að það sé frekar erfitt þegar ég á 3 próf eftir, fjúff).

P.S. Ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum í samstarfi við Gottu - HÉR.
_________________________________________

I have really been craving to experience something new for the last couple of days - I am finshing
my first year at University (getting a BS degree in Business Administration) and after I graduate
I really want to move to LA and study there. Can't wait to see where life takes me x
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig