Í byrjun vikunnar kíkti ég í heimsókn í Gottu en hún opnaði fyrir stuttu á Laugavegi 7. Eigandinn
er Inga Gottskálksdóttir og áður var hún innkaupastjóri í Sævari Karl. Ég tók eftir því í byrjun árs
að verið væri að vinna í nýrri búð og tók strax eftir Kenzo merkinu í glugganum - ást mín á merkinu
gerði mig mjög spennta og varð ég því alls ekki fyrir vonbrigðum þegar ég fékk að máta nokkrar
flíkur um daginn ♥ Búðin er ótrúlega falleg og er úrvalið ekki af verri endanum! Ég læt myndirnar
tala..
*MYNDIR TEKNAR MEÐ CANON EOS 70D & CANON EF 24-105MM F/4L IS USM LINSU*
Gaðveikar vörur! Mannstu hvað gráa peysan kostaði? :)
ReplyDeletehún var æði, svo mjúk! en nei ég man ekki alveg hvaða verð var á henni - en endilega hafðu samband við Gottu t.d. á Facebook og þær geta sagt þér :)
DeleteJá ég gerði það akkurat í dag, kíkti við! Svo margt fallegt hjá þeim
DeleteI'm in love with the black and white coat you wear on the first picture. What brand is it ? I have a big crush on the coat haha ! You mixed it really nice with you total black look.
ReplyDeletedslvfr.blogspot.fr