4.2.14

an amazing opportunity..

PICTURES FROM MY INSTAGRAM ACCOUNT - FOLLOW ME @ALEXSANDRAB

Oh, ég er svo sorgmædd! Ég hef fengið ýmis æðisleg tækifæri í gegnum bloggið - ég hef fengið að
vinna með ýmsum merkjum og hönnuðum, fengið fallegar gjafir og svo er þetta bara svo fáranlega
gaman. Um daginn fékk ég tölvupóst og ég öskraði næstum þegar ég las hvað stóð í honum - það
var semsagt fyrirtæki sem var að stækka við sig og til að fagna því eru þau að halda viðburð núna í
Febrúar í Los Angeles. Mér var boðið að co-hosta þessum viðburði - það fyrsta sem ég hugsaði var
"er þetta grín?" en svo byrjaði ég að spjalla við þau og þetta var sko ekkert grín. Eeeen - ég endaði 
með því að þurfa að segja nei! Hversu leiðinlegt?! Mig langaði án gríns að gráta því þetta var of gott
til að vera satt; en það fór svo að þau gátu ekki boðið upp á bæði flug og gistingu fyrir mig úti og 
það eru tvö miðannarpróf og ritgerðaskil á sama tíma í skólanum! Búhú - ég stefni samt á það að
fara til LA aftur sem fyrst, sakna þess of mikið xx

En TAKK fyrir hrósin fyrir íbúðina - ég lofa að ég er búin að kæfa ykkur í myndum 
af henni.. í bili! Eigið gott kvöld, ég ætla að hafa það kósý upp í sófa með köku sem 
er búin að bíða eftir mér í allan dag 
__________________________________________

Oh, feeling so sad! I got such an amazing offer the other day to co-host an event in Los Angeles
but had to say no. Still planning a trip to LA sometime soon - miss it so damn much x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig