23.10.13

same but different


ASOS fuzzy cardigan (HERE)     CHOIES cardigan (HERE)     ASOS t-shirt dress (HERE)     ASOS bag (HERE)     HUNTER boots 

Sama peysan og sama taskan en samt allt öðruvísi outfit! Ég elska þegar maður kaupir sér flíkur sem
hægt er að nota á marga vegu og sem maður getur búið til nokkur mismunandi outfit með. Ég klæddist
þessari gollu og var með þessa tösku í seinustu outfit færslunni minni (sjá HÉR). Þetta tvennt er búið að
vera í miklu uppáhaldi hjá mér seinustu daga og þess vegna gat ég ekki annað en klæðst því aftur um 
daginn en ákvað að stílisera flíkurnar aðeins öðruvísi. Ég klæddist gollunni yfir aðra prjónaða gollu og
svartann t-shirt kjól frá Asos. Það var frekar kalt svo að ég skellti á mig grárri beanie frá Asos og var í
uppáhalds vetrarskónum mínum frá Hunter (fást í Geysi á Skólavörðustíg).

Ég vona að þið eigið yndislega viku kæru lesendur. Mín er búin að vera æðisleg þó að hún sé rétt
að byrja. Eftir nokkra mánaða leit þá erum við loksins komin með íbúð í Reykjavík og fáum við
hana rétt fyrir jólin. Eftir næstum því fimm ár saman erum við loksins að taka þetta stóra skref að
flytja inn saman og ég gæti ekki verið spenntari! Einnig er ég með dálítið óvænt að segja ykkur í
næstu viku, stay tuned x
__________________________________________

The same sweater and bag but a totally different outfit! I love when you buy pieces that you can use
in many different ways and that you can create multiple outfits with. I wore this sweater and this bag
in my last outfit post (see it HERE). These two items have been a part of my favorites for the last days
so I just had to wear them again the other day but I decided to style them differently. I wore the sweater
over another cardigan and a black t-shirt dress from Asos. It was kind of cold so I put on a gray beanie
from Asos and wore my favorite winter boots from Hunter.

I hope you have a wonderful week everyone. Mine has been so good even though it is just starting.
After searching for a couple of months we finally have an apartment in Reykjavík and we will get
it a couple of days before Christmas. After almost five years together we are finally taking that big
step of moving in together and I could not be more excited! I even have a surprise to tell you about
next week so stay tuned, but it is just for those who are in Iceland x


SHARE:

10 comments

 1. Great jacket and boots! Such a nice and cozy outfit!

  http://lartoffashion.blogspot.com

  ReplyDelete
 2. You are adorable lady!

  xo Jennifer

  http://seekingstyleblog.wordpress.com

  ReplyDelete
 3. Var að panta mér svona peysu á Asos, gjörsamlega seldir hana!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Æði! Þú átt eftir að elska hana, ég fæ ekki nóg af minni x

   Delete
 4. Hi babe!! I LOVE your blog, just found it via a comment you left on a blog I follow! You're so gorgeous and have an amazing style!! :-)

  Big kiss!

  ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig