11.9.13

10 fall essentials


Af öllum fjórum árstíðunum þá eru haustið og veturinn í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst svo 
yndislegt þegar það byrjar að dimma snemma og þá sérstaklega þegar jólaljósin lýsa upp myrkrið
á veturna. Einnig eru þessar árstíðir í miklu uppáhaldi vegna þess að mér finnst mun skemmtilegra
að klæða mig. Það er hægt að gera svo mikið meira en á sumrin þar sem þægindi og einfaldleikinn
er í fyrirrúmi. Ég ákvað að taka saman þá 10 hluti sem mér finnst vera alger nauðsyn á haustin og
veturna. Svona lítur hann út:

1) Góð og þykk úlpa
Alger nauðsyn, sérstaklega fyrir okkur Íslendingana. Ég á tvennar úlpur frá 66° Norður sem ég
elska en í vetur vildi ég fá eitthvað nýtt og hressandi svo ég fékk mér þessa khaki úlpu frá Asos.
Hún er svo hlý og mjúk, svo er hægt að taka loðið innan í henni úr og þá er þetta orðið að jakka.

2) Svört kápa
Svört kápa er ein af 10 nauðsynjum sem allar konur eiga að eiga í skápnum sínum. Hún er alltaf
í tísku og virkar við svo margt. Á haustin og veturna nota ég mínar mikið þegar ég er að fara 
eitthvert sem úlpa hentar ekki, eins og eitthvert aðeins fínna. Sniðið á þessari Monki kápu er
mjög skemmtilegt og er hún ofarlega á óskalistanum mínum svo nota ég þessa kápu mikið.

3 Svartur kjóll
Ég hef verið gjörsamlega límd við svarta t-shirt kjólinn minn frá Asos síðan ég fékk hann. Hann
er svo einfaldur, þæginlegur og fallegur. Það er hægt að para hann á svo marga vegu, einn og
sér, með peysu yfir o.fl. Myndi vera snögg að næla mér í hann þar sem hann klárast fljótt.

3 Fluffy peysa
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þegar ég fékk hvítu fluffy peysuna mína að ég myndi nota
hana svona mikið eins og ég geri. Hún er því miður uppseld eins og er en ég ætla að panta mér
þessa gollu í lok mánaðarins. 

4 Grá peysa
Ég veit ekki afhverju mér finnst þetta vera mikil nauðsyn en ég nota alltaf gráu peysurnar mínar
mun meira á haustin og veturna heldur en um sumrin. Grár er svo fallegur litur og svo er hægt að
blanda mörgum við hann. 

5 Beanies
Húfur urðu mjög vinsælar seinasta vetur og munu halda áfram í ár. Þær bjarga manni líka alveg 
þegar maður á slæman hárdag.  Ég fékk mér þessa um daginn og langar helst í fleiri liti.

6 Svart pils
 Ég nota bæði svarta skater pilsið mitt mikið ásamt svörtu leðurpilsi á haustin og veturnar við
þykkar sokkabuxur. Svo á ég einnig svart skaterpils úr leðuefni sem er í miklu uppáhaldi.

7 Svört taska
Ég nota svörtu töskuna mína frá Zöru á hverjum degi. Hún er fullkomin fyrir skólann þar 
sem ég get geymt bæði bækur og persónulega muni í henni. Mig langar þó í eina fallega
litríka tösku fyrir þessa dimmu daga. Þessi og þessi væru fullkomnar.

8 Svartar gallabuxur
Þó svo að ég noti gallabuxur ekki mikið þá dreg ég þær stundum fram á köldum morgnum
þegar það er of kalt fyrir sokkabuxur. Mér finnst nauðsynlegt að gallabuxurnar mínar séu
þæginlegar og nota ég þessar frá Anine Bing oftast. 

9 Svört öklastígvél
Ég gjörsamlega elska svört öklastígvél og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Á myndunum hér
fyrir ofan eru stígvélin mín frá Asos og Have 2 Have

10 Svört há stígvél
Þegar það er mikil rigning eða stórir snjóskaflar þá er nauðsynlegt að eiga góð og há stígvél
til að bjarga manni. Mig hlakkar til að nota Hunter stígvélin góðu í vetur.

P.S. Mæli með að allir kíki á bloggið nú á Föstudag, ég ætla að byrja
með mjög skemmtilegan gjafaleik handa ykkur!

__________________________________________

You can use Google Translate to translate this text from Icelandic to your preferred
language. I am too lazy to translate into English, but you can click on the pink text
to shop some items on my list.

P.S. I recommend everyone checks out the blog on Friday, I am hosting
a very fun giveaway for you!

xxx
SHARE:

9 comments

  1. Frábær færsla sem færði mér mikla gleði! ;)

    ReplyDelete
  2. Skemmileg og áhugaverð færsla :) Ein spurning, hvaða stærðir tókst þú í úlpunni og bola-kjólnum?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk æðislega :) Ég tók úlpuna í stærð UK 10 þar sem ég vill geta verið í þykkum peysum innan undir og svo tók ég US 4 í bolakjólnum x

      Delete
    2. Takk kærlega :)

      Delete
  3. perfect boots! xx

    www.moustachic.com
    www.moustachic.com
    www.moustachic.com

    ReplyDelete
  4. I also have leather jacket and khaki jacket with fur for autumn :D Yay!

    Best, Meg
    www.megulencja.blogspot.be

    ReplyDelete
  5. Geturu nokkuð gert outfitpost með kjólnum ? :) er svoldið spennt fyrir honum en veit ekki hvernig ég myndi nota hann!

    ReplyDelete
    Replies
    1. hæ, já auðvitað :) ég fer í það um helgina x
      það er hægt að nota hann á svo marga vegu!

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig