23.10.18

LAST COUPLE OF DAYS


Ég ákvað að taka mér smá pásu frá blogginu og samfélagsmiðlum á meðan við værum þrjú
saman heima að njóta en þetta er svo mikilvægur tími sem við fáum aldrei aftur. Níels byrjaði
að vinna aftur í gær svo ég og litli erum bara tvö saman heima núna næstu mánuði sem eru smá
viðbrigði en á sama tíma ótrúlega notalegt. Litli varð mánaðargamall um helgina og finnst mér
ótrúlegt hversu fljótur tíminn er að líða - áður en ég veit af verður drengurinn orðin stærri en ég!
Í dag er einmitt settur dagur hjá mér og finnst mér ótrúlega fyndið að hugsa um það að ég gæti
mögulega bara verið ennþá ólétt hefði ég ekki lent í að fá meðgöngueitrun. 

Litli kallinn okkar dafnar mjög vel en hann er ótrúlega duglegur að drekka og þyngjast - ég bíð
bara eftir að hann nái 4 kg því þá get ég loksins farið með hann út í vagn að labba og vona ég að
ég nái nokkrum göngutúrum áður en að veðrið verður orðið slæmt. Ég bíð spennt eftir að vagninn
sem við völdum okkur komi en eftir að hafa farið og skoðað helstu tegundir vagna sem eru til þá
enduðum við á því að panta Bugaboo Fox vagn úr nýju Classic Collection línunni þeirra en hann
kemur vonandi á næstu dögum! Annars þá erum við að finna rútínuna okkar hérna heima við og
er ég byrjuð að vera aðeins duglegri að deila lífinu með ykkur inn á Instagram Stories en þið getið
fundið mig þar undir @alexsandrabernhard 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig